Íslenski boltinn

Valsmenn unnu síðasta Íslandsmeistaratitilinn á árinu 2019

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslandsmeistarar Vals 2019.
Íslandsmeistarar Vals 2019. Mynd/KSÍ
Valur varð á dögunum Íslandsmeistari í flokki 40 ára og eldri en Knattpyrnusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni.

Valsliðið vann 7-2 sigur gegn Breiðablik í hreinum úrslitaleik en leikið var í Fífunni. Valsmenn höfðu unnið 4-2 sigur á Stál-úlfi í undanúrslitunum en Blikar unnu þá 3-2 sigur á Létti.

Um var að ræða síðasta úrslitaleik ársins í Íslandsmóti og því um að ræða síðasta titilinn sem afhentur er 2019.

Í liði Vals var meðal annar Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Þar voru líka fyrrum leikmenn úr úrvalsdeildinni eins og þeir Halldór Hilmisson, Baldvin Jón Hallgrímsson og Kjartan Sturluson svo einhverjir séu nefndir.

Sigurbjörn náði því að verða Íslandsmeistari þriðja árið í röð því hann hjálpaði karlaliði félagsins að vinna titilinn 2017 og 2018 sem aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×