Íslenskar konur fundu fyrir mestu ógninni inni á landtökusvæði Ísraelsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 23. október 2019 19:30 Tvær konur sem herlögregla handtók í Palestínu í morgun upplifðu mestu ógnina þegar þeim var sleppt úr haldi inni á svæði ísraelskra landnema. Þær segja landnema og hermenn skipulega trufla palestínska bændur til að koma í veg fyrir að þeir nái uppskeru sinni.Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið í sjálfboðavinnu á vegum Alþjóðafriðarþjónustu kvenna á Vesturbakkanum í þrjár vikur. Þær voru að tína ólífur með bændum í Burin sunnan Nablus ásamt tveimur sjálfboðaliðakonum frá Frakklandi í morgun.„Svo kom þarna landtökumaður og kvartaði undan viðveru okkar. Svo kom herinn og landtökulögregla og okkur var sagt að fara burt frá þessari hlíð og við bara hlýddum því. Okkur var sagt að við værum á hernaðarlega lokuðu svæði,“ segir Björk.Þetta hafi komið þeim á óvart þar sem hópur frá friðarþjónustunni hafi verið óáreittur á sama stað í gær. Björk og Tinna voru við störf í grennd við Burin á Vesturbakkanum.Vísir/GrafíkBjörk og Tinna neituðu að afhenda vegabréf sín en afhentu ökuskírteini og voru þá handteknar og hafðar í haldi í um þrjár klukkustundir í landtökubænum Ariel og ræðismanni Íslands á svæðinu meinað að tala við þær.Ísraelskir landtökumenn, oft með aðstoð hersins, beita ýmsum brögðum og ofbeldi til að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda. En samkvæmt ísraelskum lögum geta þeir yfirtekið land ef ekki hefur verið uppskera á því í tiltekinn tíma.Björk og Tinna hafa verið við sjálfboðaliðastörf í Palestínu. Hér er Björk með Öddu Guðrúnu Gylfadóttur.Mynd/AðsendÞú varðst vitni að svona skemmdarverkum?„Já í síðustu viku urðum við vitni að því þegar þúsund ólífutré voru brennd. það var mjög stórt svæði og landnemar, um þrjátíu menn, réðust að hópi sjálfboðaliða og bænda.“Sjö manns hafi særst í þeim árásum segir Björk en þetta er fimmta haustið hennar á þessu svæði.Björk er á heimleið en Tinna verður á svæðinu í mánuð til viðbótar.„Okkur var sagt í dag á lögreglustöðinni að ef við látum sjá okkur aftur á sama stað þá yrðum við handteknar og væntanlega vísað úr landi,“ segir Tinna.Lögreglustöðin er í Ariel inni á landnemasvæðunum sem eru tuttugu og fjögur og umlykja átján palestínsk þorp miðsvæðis á Vesturbakkanum.„Mér fannst það mest ógnvekjandi þegar við vorum látnar lausar. Það var augljóst að við vorum í ólífufötum og með bakpoka á bakinu. Maður fann svona fyrir ógnvekjandi augnaráði frá vegfarendum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir sem hafði aldrei áður komið inn á landtökusvæði.Vesturbakkinn.Vísir/Grafík. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Björk Vilhelmsdóttir var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. 23. október 2019 12:29 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Sjá meira
Tvær konur sem herlögregla handtók í Palestínu í morgun upplifðu mestu ógnina þegar þeim var sleppt úr haldi inni á svæði ísraelskra landnema. Þær segja landnema og hermenn skipulega trufla palestínska bændur til að koma í veg fyrir að þeir nái uppskeru sinni.Björk Vilhelmsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi og Tinna Eyberg Örlygsdóttir hafa verið í sjálfboðavinnu á vegum Alþjóðafriðarþjónustu kvenna á Vesturbakkanum í þrjár vikur. Þær voru að tína ólífur með bændum í Burin sunnan Nablus ásamt tveimur sjálfboðaliðakonum frá Frakklandi í morgun.„Svo kom þarna landtökumaður og kvartaði undan viðveru okkar. Svo kom herinn og landtökulögregla og okkur var sagt að fara burt frá þessari hlíð og við bara hlýddum því. Okkur var sagt að við værum á hernaðarlega lokuðu svæði,“ segir Björk.Þetta hafi komið þeim á óvart þar sem hópur frá friðarþjónustunni hafi verið óáreittur á sama stað í gær. Björk og Tinna voru við störf í grennd við Burin á Vesturbakkanum.Vísir/GrafíkBjörk og Tinna neituðu að afhenda vegabréf sín en afhentu ökuskírteini og voru þá handteknar og hafðar í haldi í um þrjár klukkustundir í landtökubænum Ariel og ræðismanni Íslands á svæðinu meinað að tala við þær.Ísraelskir landtökumenn, oft með aðstoð hersins, beita ýmsum brögðum og ofbeldi til að koma í veg fyrir uppskeru palestínskra bænda. En samkvæmt ísraelskum lögum geta þeir yfirtekið land ef ekki hefur verið uppskera á því í tiltekinn tíma.Björk og Tinna hafa verið við sjálfboðaliðastörf í Palestínu. Hér er Björk með Öddu Guðrúnu Gylfadóttur.Mynd/AðsendÞú varðst vitni að svona skemmdarverkum?„Já í síðustu viku urðum við vitni að því þegar þúsund ólífutré voru brennd. það var mjög stórt svæði og landnemar, um þrjátíu menn, réðust að hópi sjálfboðaliða og bænda.“Sjö manns hafi særst í þeim árásum segir Björk en þetta er fimmta haustið hennar á þessu svæði.Björk er á heimleið en Tinna verður á svæðinu í mánuð til viðbótar.„Okkur var sagt í dag á lögreglustöðinni að ef við látum sjá okkur aftur á sama stað þá yrðum við handteknar og væntanlega vísað úr landi,“ segir Tinna.Lögreglustöðin er í Ariel inni á landnemasvæðunum sem eru tuttugu og fjögur og umlykja átján palestínsk þorp miðsvæðis á Vesturbakkanum.„Mér fannst það mest ógnvekjandi þegar við vorum látnar lausar. Það var augljóst að við vorum í ólífufötum og með bakpoka á bakinu. Maður fann svona fyrir ógnvekjandi augnaráði frá vegfarendum,“ segir Björk Vilhelmsdóttir sem hafði aldrei áður komið inn á landtökusvæði.Vesturbakkinn.Vísir/Grafík.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Björk Vilhelmsdóttir var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. 23. október 2019 12:29 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Sjá meira
Björk ítrekað orðið vitni að ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum Björk Vilhelmsdóttir var handtekin á Vesturbakkanum í morgun ásamt annarri íslenskri konu og tveimur frönskum konum í Alþjóðafriðarþjónustu kvenna. 23. október 2019 12:29