Enski boltinn

Liverpool fordæmir eigin stuðningsmenn fyrir rasískan borða um Divock Origi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin er ekki af borðanum sem um ræðir en hún er frá leiknum í kvöld.
Myndin er ekki af borðanum sem um ræðir en hún er frá leiknum í kvöld. vísir/getty

Liverpool þurfti að fjarlægja borða sem þeirra eigin stuðningsmenn voru með í kvöld er liðið spilar við Genk í Belgíu í Meistaradeild Evrópu.

Stuðningsmennirnir settu upp borða af Divock Origi. Framherjinn var nakinn á myndinni og stóð hliðina á Meistaradeildarbikarnum.

Starfsmenn Liverpool voru fljótir til og létu fjarlægja borðann sem þeir sögðu að væri staðalímynd fyrir kynþáttahatur.

„Þetta er algjörlega óafsakanlegt. Liverpool fordæmir móðgandi borða sem var á okkar svæði á vellinum áður en leikurinn hófst,“ segir í tilkynningu Liverpool.

„Við brugðumst fljótt við til þess að fjarlægja borðann og nú erum við að vinna að því ásamt starfsfólki vallarins í Genk hverjir bera ábyrgð á þessu.“

„Allar aðgerðir í kjölfarið munu vera teknar í samræmi við refsiferlið innan félagsins,“ sagði félagið að lokum.

Origi sem er 24 ára gamall kom í gegnum akademíu Genk áður en hann fór þaðan til Lille árið 2010.

Hann byrjaði leikinn í kvöld á varamannabekknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.