Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2019 21:17 Ringulreið skapaðist í þinghúsinu. AP/Patrick Semasky Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. Laura Cooper, háttsettur embættismaður sem sérhæfir sig í málefnum Úkraíunu í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, átti að bera vitni á lokuðum fundi þriggja nefnda í fulltrúadeildinni sem rannsaka hvort að Donald Trump hafi framið embættisbrot í tengslum við samskipti hans og forseta Úkraínu. Nánir samverkamenn Trump á þingi brutu sér leið inn í herbergi þar sem Cooper átti að bera vitni. Fresta þurfi yfirheyrslunum en Repúblikanarnir tístu um aðgerðir sínar, er þær áttu sér stað.Í frétt Guardian segir að nefndarmenn Demókrata hafi ekki verið par sáttir við þetta athæfi þingmannanna og að þó nokkur læti hafi skapast er Demókratar og Repúblikanar tókust á. Þingmennirnir sem stóðu að þessum aðgerðum sitja ekki í þeim þremur nefndum sem standa nú að rannsókn á embættisfærslum Trump og höfðu þeir því ekki heimild til þess að sitja yfirheyrsluna. Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og Hvíta hússins hafa borið vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar síðustu vikur. Þeir hafa lýst því hvernig Trump fól Rudy Giuliani í reynd að stýra skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem virðist hafa verið miðuð að því að tryggja pólitíska hagsmuni Trump sjálfs frekar en sameiginlega öryggishagsmuni Úkraínu og Bandaríkjanna. William Taylor, hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, er sagður hafa greint þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump frá því í gær að forsetinn hafi stöðvað hernaðaraðstoðin og neitað að veita Zelenskíj fund sem úkraínski forsetinn sóttist eftir nema hann féllist á að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. Laura Cooper, háttsettur embættismaður sem sérhæfir sig í málefnum Úkraíunu í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, átti að bera vitni á lokuðum fundi þriggja nefnda í fulltrúadeildinni sem rannsaka hvort að Donald Trump hafi framið embættisbrot í tengslum við samskipti hans og forseta Úkraínu. Nánir samverkamenn Trump á þingi brutu sér leið inn í herbergi þar sem Cooper átti að bera vitni. Fresta þurfi yfirheyrslunum en Repúblikanarnir tístu um aðgerðir sínar, er þær áttu sér stað.Í frétt Guardian segir að nefndarmenn Demókrata hafi ekki verið par sáttir við þetta athæfi þingmannanna og að þó nokkur læti hafi skapast er Demókratar og Repúblikanar tókust á. Þingmennirnir sem stóðu að þessum aðgerðum sitja ekki í þeim þremur nefndum sem standa nú að rannsókn á embættisfærslum Trump og höfðu þeir því ekki heimild til þess að sitja yfirheyrsluna. Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og Hvíta hússins hafa borið vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar síðustu vikur. Þeir hafa lýst því hvernig Trump fól Rudy Giuliani í reynd að stýra skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem virðist hafa verið miðuð að því að tryggja pólitíska hagsmuni Trump sjálfs frekar en sameiginlega öryggishagsmuni Úkraínu og Bandaríkjanna. William Taylor, hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, er sagður hafa greint þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump frá því í gær að forsetinn hafi stöðvað hernaðaraðstoðin og neitað að veita Zelenskíj fund sem úkraínski forsetinn sóttist eftir nema hann féllist á að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37
Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47