Erlent

Morales lýsir yfir sigri og sakar andstæðing sinn um svindl

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Evo Morales, forseti Bólivíu, lýsti í dag yfir sigri í forsetakosningum í landinu, með rétt rúmlega tíu prósenta mun. Sé það rétt verður ekki þörf á annarri umferð.

Mikil ókyrrð hefur verið í landinu undanfarna daga og hafa stjórnarandstæðingar mótmælt harðlega, sagt forsetann reyna að stela kosningunum. Forsetinn sakar hins vegar mótframbjóðanda sinn, Carlos Mesa, um tilraun til valdaráns.

„Á þessari stundu get ég ekki talið hversu mörgum atkvæðum Carlos Mesa hefur stolið en það sem ég vil segja ykkur, bólivísku þjóðinni, er að ég vissi að hann væri heigull. Hann hefur hins vegar sýnt það nú að hann er ekki bara heigull heldur brotamaður. Það getum við sýnt fram á,“ sagði Morales.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.