Hróp gerð að gagnrýnendum Weinstein á viðburði í New York Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2019 12:51 Weinstein hefur lítið látið sjá sig opinberlega eftir að ásakanir á hendur honum komust í hámæli. Vísir/EPA Tveimur konum var vísað út af viðburði fyrir upprennandi leikara í New York og baulað var á aðra sem gagnrýndi veru Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem hefur verið sakaður um aragrúa kynferðisbrota, þar. Talsmaður Weinstein sagði framferði kvennanna „dónalegt“ og „óþarft“. Weinstein var boðið á viðburðinn „Leikarastundina“ þrátt fyrir að hann hafi ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi eða áreita þær, þar á meðal leikkonur. Hann gengur nú laus gegn tryggingu en á að koma fyrir dómara vegna ásakana um nauðgun í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kelly Bachman, uppistandari, gagnrýndi Weinstein beint af sviðinu á viðburðinum og vísaði til hans sem „fílsins í herberginu“ og „Freddy Krueger“, persónu úr þekktum hryllingsmyndum. „Ég vissi ekki að við þyrftum að taka með okkar eigin piparúða og nauðgunarflautu á Leikarastundina,“ sagði Bachman. Einhverjir viðstaddir bauluðu á Bachman og sögðu henni að þegja. Aðrir klöppuðu og fögnuðu henni. Síðar nálguðust þær Amber Rollo, grínisti, og Zoe Stuckles, leikkona, borð Weinstein og spurðu hvort enginn ætlaði að segja nokkuð. Rollo sagðist síðar hafa kallað Weinstein „skrýmsli“. Þeim var báðum vísað af viðburðinum. Bachman birti síðar myndband af ummælum sínum á sviðinu. Hún sagði The Guardian að orð sín hefðu „sogað loftið úr herberginu“. „Mér fannst í lagi að það væri þögn. Í aðstæðum sem þessum vil ég ekki að fólki líði þægilega,“ sagði hún. Uppljóstranir kvenna um áreitni og ofbeldi Weinstein árið 2017 urðu kveikjan að MeToo-byltingunni svonefndu sem breiddist út víða um heim í kjölfarið. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Segir hjartað brostið vegna samkomulags á milli Weinsteins og fórnarlamba hans Fyrirsætan Zoe Brock segir að hjartað sitt sé brostið vegna frétta af náðst hafi samkomulag milli Harvey Weinstein, fyrrverandi stjórnarmeðlima fyrirtækis hans og kvennanna sem sakað hafa Weinstein um kynferðislega misnotkun 25. maí 2019 22:08 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Tveimur konum var vísað út af viðburði fyrir upprennandi leikara í New York og baulað var á aðra sem gagnrýndi veru Harveys Weinstein, kvikmyndaframleiðandans sem hefur verið sakaður um aragrúa kynferðisbrota, þar. Talsmaður Weinstein sagði framferði kvennanna „dónalegt“ og „óþarft“. Weinstein var boðið á viðburðinn „Leikarastundina“ þrátt fyrir að hann hafi ítrekað verið sakaður um að beita konur kynferðislegu ofbeldi eða áreita þær, þar á meðal leikkonur. Hann gengur nú laus gegn tryggingu en á að koma fyrir dómara vegna ásakana um nauðgun í janúar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Kelly Bachman, uppistandari, gagnrýndi Weinstein beint af sviðinu á viðburðinum og vísaði til hans sem „fílsins í herberginu“ og „Freddy Krueger“, persónu úr þekktum hryllingsmyndum. „Ég vissi ekki að við þyrftum að taka með okkar eigin piparúða og nauðgunarflautu á Leikarastundina,“ sagði Bachman. Einhverjir viðstaddir bauluðu á Bachman og sögðu henni að þegja. Aðrir klöppuðu og fögnuðu henni. Síðar nálguðust þær Amber Rollo, grínisti, og Zoe Stuckles, leikkona, borð Weinstein og spurðu hvort enginn ætlaði að segja nokkuð. Rollo sagðist síðar hafa kallað Weinstein „skrýmsli“. Þeim var báðum vísað af viðburðinum. Bachman birti síðar myndband af ummælum sínum á sviðinu. Hún sagði The Guardian að orð sín hefðu „sogað loftið úr herberginu“. „Mér fannst í lagi að það væri þögn. Í aðstæðum sem þessum vil ég ekki að fólki líði þægilega,“ sagði hún. Uppljóstranir kvenna um áreitni og ofbeldi Weinstein árið 2017 urðu kveikjan að MeToo-byltingunni svonefndu sem breiddist út víða um heim í kjölfarið.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56 Segir hjartað brostið vegna samkomulags á milli Weinsteins og fórnarlamba hans Fyrirsætan Zoe Brock segir að hjartað sitt sé brostið vegna frétta af náðst hafi samkomulag milli Harvey Weinstein, fyrrverandi stjórnarmeðlima fyrirtækis hans og kvennanna sem sakað hafa Weinstein um kynferðislega misnotkun 25. maí 2019 22:08 Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Weinstein nær samkomulagi við þær sem bera hann sökum Samkomulagið sagt 44 milljóna dollara virði. 24. maí 2019 13:56
Segir hjartað brostið vegna samkomulags á milli Weinsteins og fórnarlamba hans Fyrirsætan Zoe Brock segir að hjartað sitt sé brostið vegna frétta af náðst hafi samkomulag milli Harvey Weinstein, fyrrverandi stjórnarmeðlima fyrirtækis hans og kvennanna sem sakað hafa Weinstein um kynferðislega misnotkun 25. maí 2019 22:08
Fjölmiðlar berjast fyrir því að réttarhöldin yfir Weinstein verði opin almenningi Associated Press og New York Times eru á meðal þeirra fjölmiðla sem berjast nú fyrir því að réttarhöldin yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein verði opin almenningi. 26. apríl 2019 08:30