Hinstu skilaboð ungrar konu sem lést í flutningabílnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2019 22:22 Pham Thi Tra My var 26 ára. Að minnsta kosti sex hinna 39 sem fundust látin í flutningabíl í Essex í Bretlandi í vikunni eru talin vera frá Víetnam. Áður hafði verið greint frá því að fólkið sem lést væri Kínverjar. Hinstu skilaboð víetnamskrar konu innan úr bílnum hafa vakið mikinn óhug eftir að þau voru birt í dag. Lík 31 karlmanns og átta kvenna fundust í gámi flutningabílsins á miðvikudag. Á meðal hinna látnu er að öllum líkindum hin 26 ára Pham Thi Tra My, víetnömsk kona sem ekkert hefur spurst til síðan hún sendi fjölskyldu sinni skilaboð seint á þriðjudagskvöld. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ segir í skilaboðum Tra My, sem Sky-fréttastofan hefur undir höndum og þýddi yfir á ensku. Þá hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir Pham Ngoc Tuan, bróður Tra My, að reiða hafi þurft fram þrjátíu þúsund pund, eða tæpar fimm milljónir íslenskra króna, fyrir að koma systur hans til Bretlands. Þá hafi hann síðast vitað af systur sinni í Belgíu en hún lagði af stað frá heimalandi sínu 3. október síðastliðinn. „Systir mín hvarf 23. október á leið frá Víetnam til Bretlands og við náum ekki sambandi við hana. Okkur grunar að hún gæti verið í þessum gámi. Við biðlum til bresku lögreglunnar að rannsaka málið svo að systir mín komist aftur til fjölskyldu sinnar,“ segir Tuan í samtali við BBC.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá því í kvöld.Þá hefur fréttastofa BBC alls heyrt frá sex víetnömskum fjölskyldum sem telja sig eiga ástvini á meðal fórnarlambanna í bílnum. Alls hafa nú fjórir verið handteknir í tengslum við málið. Norður-írskur ökumaður flutningabílsins var handtekinn strax á miðvikudag og yfirheyrslur yfir honum hafa staðið yfir síðan. Þá voru karlmaður og kona, bæði 38 ára, handtekin í grennd við Liverpool í dag. Þau eru grunuð um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns. Sá fjórði, 48 ára karlmaður frá Norður-Írlandi, var síðdegis í dag handtekinn á Stansted-flugvelli í London vegna gruns um manndráp og samsæri um mansal. Bretland England Víetnam Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Karl og kona handtekin vegna fólksins sem lést í gámi Tvennt er grunað um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns sem fundust látnir í gám flutningabíls á miðvikudag. 25. október 2019 12:03 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Að minnsta kosti sex hinna 39 sem fundust látin í flutningabíl í Essex í Bretlandi í vikunni eru talin vera frá Víetnam. Áður hafði verið greint frá því að fólkið sem lést væri Kínverjar. Hinstu skilaboð víetnamskrar konu innan úr bílnum hafa vakið mikinn óhug eftir að þau voru birt í dag. Lík 31 karlmanns og átta kvenna fundust í gámi flutningabílsins á miðvikudag. Á meðal hinna látnu er að öllum líkindum hin 26 ára Pham Thi Tra My, víetnömsk kona sem ekkert hefur spurst til síðan hún sendi fjölskyldu sinni skilaboð seint á þriðjudagskvöld. „Mér þykir svo fyrir þessu, mamma og pabbi. Ferðalagið til útlanda tókst ekki. Mamma. Ég elska þig og pabba svo mikið. Ég er að deyja vegna þess að ég get ekki andað. Ég er frá Can Loc Ha Tinh. Víetnam. Mamma. Mér þykir fyrir þessu,“ segir í skilaboðum Tra My, sem Sky-fréttastofan hefur undir höndum og þýddi yfir á ensku. Þá hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir Pham Ngoc Tuan, bróður Tra My, að reiða hafi þurft fram þrjátíu þúsund pund, eða tæpar fimm milljónir íslenskra króna, fyrir að koma systur hans til Bretlands. Þá hafi hann síðast vitað af systur sinni í Belgíu en hún lagði af stað frá heimalandi sínu 3. október síðastliðinn. „Systir mín hvarf 23. október á leið frá Víetnam til Bretlands og við náum ekki sambandi við hana. Okkur grunar að hún gæti verið í þessum gámi. Við biðlum til bresku lögreglunnar að rannsaka málið svo að systir mín komist aftur til fjölskyldu sinnar,“ segir Tuan í samtali við BBC.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um málið frá því í kvöld.Þá hefur fréttastofa BBC alls heyrt frá sex víetnömskum fjölskyldum sem telja sig eiga ástvini á meðal fórnarlambanna í bílnum. Alls hafa nú fjórir verið handteknir í tengslum við málið. Norður-írskur ökumaður flutningabílsins var handtekinn strax á miðvikudag og yfirheyrslur yfir honum hafa staðið yfir síðan. Þá voru karlmaður og kona, bæði 38 ára, handtekin í grennd við Liverpool í dag. Þau eru grunuð um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns. Sá fjórði, 48 ára karlmaður frá Norður-Írlandi, var síðdegis í dag handtekinn á Stansted-flugvelli í London vegna gruns um manndráp og samsæri um mansal.
Bretland England Víetnam Tengdar fréttir 39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49 Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06 Karl og kona handtekin vegna fólksins sem lést í gámi Tvennt er grunað um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns sem fundust látnir í gám flutningabíls á miðvikudag. 25. október 2019 12:03 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
39 lík fundust í vörubíl í Englandi Lögregla í Englandi segir að 39 lík hafi fundist í vörubíl í Essex, austur af Lundúnum í nótt. 23. október 2019 08:49
Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23. október 2019 18:06
Karl og kona handtekin vegna fólksins sem lést í gámi Tvennt er grunað um samsæri um mansal og manndráp á 39 manns sem fundust látnir í gám flutningabíls á miðvikudag. 25. október 2019 12:03
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent