Enski boltinn

Arsenal talaði meðal annars við Viera og Henry áður en Emery var ráðinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Viera og Henry komu báðir til greina sem knattspyrnustjóri Arsenal í fyrra.
Viera og Henry komu báðir til greina sem knattspyrnustjóri Arsenal í fyrra. vísir/getty
Forráðamenn Arsenal voru með átta manns á lista þegar þeir leituðu að eftirmanni Arsene Wenger í fyrra. Unai Emery fékk starfið á endanum.

Auk Emerys ræddu Arsenal-menn við Massimiliano Allegri, Julen Lopetegui, Ralf Rangnick, Jorge Sampaoli, Mikel Arteta, Patrick Viera og Thierry Henry. Daily Mail greinir frá.

Arteta, Viera og Henry léku með Arsenal og þeir tveir síðastnefndu eru í hópi bestu leikmanna í sögu félagsins.

Arteta virtist á tímabili vera líklegastur til að taka við Arsenal en skortur á reynslu vann á endanum gegn honum.

Pressan á Emery hefur aukist eftir slæm úrslit Arsenal í síðustu leikjum. Í gær kastaði liðið frá sér tveggja marka forystu gegn Crystal Palace.

Arsenal endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á fyrsta tímabili Emerys við stjórnvölinn. Auk þess komst liðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem það tapaði fyrir Chelsea, 4-1.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×