„Það er verið að hafa áhorfendur í ensku úrvalsdeildinni að fífli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2019 09:00 Sokratis Papastathopoulos talar við Martin Atkinson dómara á meðan VAR skoðar mark Grikkjans. Markið var síðan dæmt af. Getty/Catherine Ivill Varsjáin er að þreyta frumraun sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og það er óhætt að segja að margir séu orðnir frekar pirraðir á henni. Ítrekað hefur komið upp sú staða að leikmenn og áhorfendur hafa þurft að bíða í langan tíma á meðan Varsjáin fer yfir einstök atvik. Þetta fer mikið í taugarnar á sumum ekki síst þar sem engar myndir eru sýndar á skjánum. Mark Chapman, Ian Wright og Peter Crouch ræddu Varsjána í þættinum Match of the Day Two á breska ríkisútvarpinu eins og sjá má hér fyrir neðan.Fans attending Premier League matches are "being treated like idiots." Do you think VAR needs to be made clearer? #bbcfootballpic.twitter.com/sjX8OTsEVZ — BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2019„Dómarinn lítur ekki á skjáinn í þessu landi en í Þýskalandi þá hafa dómararnir verið að fara fjörutíu eða fimmtíu sinnum til að skoða þetta sjálfir. Hvað á hann að sjá? Ekki nógu mikið að mínu mati. Hann verður að dæma markið gilt því það er ekkert augljóst við þetta,“ sagði Peter Crouch. Hann var að tala um mark Sokratis Papastathopoulos fyrir Arsenal í gær sem var dæmt af. Í stað þess að vinna leikinn 3-2 sá VAR til þess að Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Crystal Palace. „Áhorfendurnir í stúkunni, sem hafa borgað sig inn á völlinn, hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi. Ég skil þetta bara ekki og enska úrvalsdeildin verður að gera eitthvað í þessu. Það gengur ekki upp að fólk sitji bara og viti ekkert hvað sé í gangi,“ sagði Ian Wright. BBC skoðaði betur kringumstæðurnar varðandi mark Sokratis Papastathopoulos sem var dæmt af. Það er ekki fyrr en einni mínútu og tuttugu sekúndum eftir að boltinn fer í markið að Varsjáin vaknar af værum blundi og lætur Martin Atkinson dómara vita að hún ætli að skoða markið betur. Markið er síðan dæmt af einni mínútu og 55 sekúndum eftir að boltinn fer í markið. Á þessum tíma er ekkert útskýrt fyrir áhorfendunum á vellinum og þau vita því ekkert hvað sé verið að skoða. „Þetta eru tvær mínútur af ringulreið. Þetta kerfi virðir að vettugi undirstöðu leiksins, sem er fólkið sem borgar fyrir að horfa á fótbolta viku eftir viku. Það er verið að hafa áhorfendur í ensku úrvalsdeildinni að fífli,“ sagði Mark Chapman. Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira
Varsjáin er að þreyta frumraun sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og það er óhætt að segja að margir séu orðnir frekar pirraðir á henni. Ítrekað hefur komið upp sú staða að leikmenn og áhorfendur hafa þurft að bíða í langan tíma á meðan Varsjáin fer yfir einstök atvik. Þetta fer mikið í taugarnar á sumum ekki síst þar sem engar myndir eru sýndar á skjánum. Mark Chapman, Ian Wright og Peter Crouch ræddu Varsjána í þættinum Match of the Day Two á breska ríkisútvarpinu eins og sjá má hér fyrir neðan.Fans attending Premier League matches are "being treated like idiots." Do you think VAR needs to be made clearer? #bbcfootballpic.twitter.com/sjX8OTsEVZ — BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2019„Dómarinn lítur ekki á skjáinn í þessu landi en í Þýskalandi þá hafa dómararnir verið að fara fjörutíu eða fimmtíu sinnum til að skoða þetta sjálfir. Hvað á hann að sjá? Ekki nógu mikið að mínu mati. Hann verður að dæma markið gilt því það er ekkert augljóst við þetta,“ sagði Peter Crouch. Hann var að tala um mark Sokratis Papastathopoulos fyrir Arsenal í gær sem var dæmt af. Í stað þess að vinna leikinn 3-2 sá VAR til þess að Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Crystal Palace. „Áhorfendurnir í stúkunni, sem hafa borgað sig inn á völlinn, hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi. Ég skil þetta bara ekki og enska úrvalsdeildin verður að gera eitthvað í þessu. Það gengur ekki upp að fólk sitji bara og viti ekkert hvað sé í gangi,“ sagði Ian Wright. BBC skoðaði betur kringumstæðurnar varðandi mark Sokratis Papastathopoulos sem var dæmt af. Það er ekki fyrr en einni mínútu og tuttugu sekúndum eftir að boltinn fer í markið að Varsjáin vaknar af værum blundi og lætur Martin Atkinson dómara vita að hún ætli að skoða markið betur. Markið er síðan dæmt af einni mínútu og 55 sekúndum eftir að boltinn fer í markið. Á þessum tíma er ekkert útskýrt fyrir áhorfendunum á vellinum og þau vita því ekkert hvað sé verið að skoða. „Þetta eru tvær mínútur af ringulreið. Þetta kerfi virðir að vettugi undirstöðu leiksins, sem er fólkið sem borgar fyrir að horfa á fótbolta viku eftir viku. Það er verið að hafa áhorfendur í ensku úrvalsdeildinni að fífli,“ sagði Mark Chapman.
Enski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Sjá meira