Enski boltinn

Emery segir að félagið standi á bakvið ákvörðunina um að geyma Özil utan hóps

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emery á æfingavellinum í vikunni.
Emery á æfingavellinum í vikunni. vísir/getty
Unai Emery, stjóri Arsenal, að allir þeir sem stjórna hjá Arsenal hafi verið samþykkir því að geyma Mesut Özil utan leikmannahóps liðsins í undanförnum leikjum.

Özil hefur ekki verið í leikmannahópi Arsenal í síðustu fimm leikjum og Emery hefur ekki verið duglegur að svara spurningum blaðamanna hvað varðar þann þýska.

Þjóðverjinn hefur sett nokkrar dulnar færslur inn á samfélagsmiðla en hann hefur sagt að hann muni berjast fyrir sæti sínu hjá félaginu.

„Við erum með samþykkta stefnu bæði sem félag og sem lið því það mikilvægasta er að liðið og félagið finnur réttu frammistöðuna. Við spjölluðum saman áður en við tókum þessa ákvörðun,“ sagði Emery um stöðuna á Özil.







„Ég veit að allir stuðningsmennirnir vilja vita eitthvað en núna er ekki rétti tímapunkturinn. Ég held að það sé ekki rétti tímapunkturinn til að tala um hann.“

Arsenal mætir Crystal Palace í dag og þar verður væntanlega enginn Mesut Özil.

„Við erum að fara spila á sunnudag (í dag) og í næstu leikjum munum við taka ákvörðun og kannski munum við tala öðruvísi um hann á einhverjum tímapunkti,“ bætti Emery við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×