Íslenski boltinn

Jón Páll ráðinn til Víkinga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Samningurinn var handsalaður í dag
Samningurinn var handsalaður í dag
Víkingur Ólafsvík er kominn með þjálfara til þess að taka við af Ejub Purisevic. Félagið tilkynnti um ráðningu Jóns Páls Pálmasonar í dag.

Jón Páll er 37 ára gamall og hefur hann þjálfað í Noregi síðustu sex ár. Þar var hann þjálfari Klepp í úrvalsdeild kvenna og karlaliði Stord.

Hér á Íslandi hefur Jón Páll þjálfað Hött á Egilsstöðum og kvennalið Fylkis.

Samningur Jóns við Víkinga er til þriggja ára.

Jón Páll tekur við starfinu af Ejub Purisevic sem tók við starfi þjálfara yngri flokka hjá Stjörnunni eftir sautján ára veru í Ólafsvík.

Víkingur Ólafsvík endaði í fjórða sæti Inkasso deildar karla í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×