Erlent

Maðurinn sem fór í fyrstu geim­gönguna er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Alexei Leonov fór í geimgönguna í mars 1965.
Alexei Leonov fór í geimgönguna í mars 1965. Getty

Rússneski geimfarinn Alexei Leonov lést í Moskvu dag, 85 ára að aldri. Leonov náði þeim merka áfanga að vera fyrsti maðurinn í sögunni sem fór í geimgöngu.

Leonov fór í umrædda geimgöngu í mars árið 1965 þegar hann fór út úr geimfarinu í um tólf mínútur áður en hann hélt aftur inn.

Alexei Leonov. Getty

Litlu munaði að geimgangan endaði með hörmungum þar sem geimbúningur hans blés út með þeim afleiðingum að hann átti í vandræðum að komast aftur inn í farið Voskhod 2.

Á ferli sínum var Leonov sovéskur stjórnandi Soyuz-Apollo áætlunarinnar, sem leiddi til fyrstu sameiginlegu geimferð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Síðar átti hann eftir að starfa innan stjórnmála og í viðskiptum.

Leonov birti fjölda vísindagreina og var virkur málari, en myndir hans voru meðal annars notaðar á sovéskum frímerkjum.

Leonov var góður vinur Júrí Gagarín, sem fór fyrstur manna út í geim, árið 1961.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.