Erlent

Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna segir af sér

Andri Eysteinsson skrifar
Kevin McAleenan tók við embættinu í apríl síðastliðnum.
Kevin McAleenan tók við embættinu í apríl síðastliðnum. Getty/Chip Somodevilla
Kevin McAleenan, starfandi Heimavarnaráðherra í Ríkisstjórn Donald Trump, hefur ákveðið að segja af sér embætti eftir hálft ár í starfi. BBC greinir frá.

McAleenan sem áður gegndi starfi yfirmanns Tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna tók við embætti Heimavarnaráðherra af Kirstjen Nielsen sem var í starfi frá desember 2017 til apríl 2019. Talsverð velta hefur verið á bandarísku ríkisstjórninni á valdatíð Donald Trump en McAleenan var sá fjórði sem gegndi embættinu frá embættistöku Trump í janúar 2017.

Sá fimmti verður skipaður af forsetanum í næstu viku eftir því sem Trump greindi frá á Twitter. Þar segir forsetinn að eftir mörg ár í starfi fyrir hið opinbera vilji McAleenan fá að njóta tíma með fjölskyldu sinni. Á könnu McAleenan hafði verið ástandið við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó, var það í hans verkahring að passa að stefnum forseta væri framfylgt.

Forsetinn þakkaði McAleenan fyrir vel unnin störf í tísti sínu en sérfræðingar telja að samband Trump og McAleenan hafi verið stormasamt undanfarið.


Tengdar fréttir

Heimavarnaráðherra Trump er hætt

Hún fór á fund Donald Trump, forseta nú í kvöld og afhenti honum afsagnarbréf sitt, samkvæmt fregnum ytra, en Trump lét það vera óljóst hvort hún hefði sagt af sér eða verið rekin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×