Erlent

Hundrað þúsund manns þurft að yfir­gefa heimili sín vegna skógar­elda

Sylvía Hall skrifar
Slökkviliðsmenn berjast við Saddleridge eldinn.
Slökkviliðsmenn berjast við Saddleridge eldinn. Vísir/Getty
Miklir skógareldar geisa nú víða í suðurhluta Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum. Í það minnsta þrír eru látnir og um hundrað þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og leita í öruggt skjól.Saddleridge eldurinn hefur dreifst hratt frá því að hann kom upp fyrir tveimur dögum síðan og dreift sér yfir um það bil þrjátíu ferkílómetra svæði. Yfir þúsund slökkviliðsmenn hafa nú barist við eldinn undanfarna daga en erfiðar aðstæður eru til slökkvistarfs sökum vinda og lítils raka og eykur það hættuna á því að eldurinn dreifi sér enn frekar.Yfirvöld hafa heimilað nokkrum íbúum að snúa aftur á heimili sín og sækja verðmæti sem gætu tapast í eldinum, en einungis í fylgd lögreglu.Um er að ræða nokkra skógarelda í Suður-Kaliforníu en einn hefur látist sökum Saddleridge eldsins og tveir í Sandalwood eldinum á Calimesa-svæðinu. Samkvæmt frétt Time um málið eru sex aðrir skógareldar geisi á svæðinu en slökkviliðsmenn eru sagðir hafa náð tökum á þeim allra minnstu. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.