Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. október 2019 18:45 Stjórnarhermenn í bænum Til Temir í dag. AP/Baderkhan Ahmad Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að takmarka útflutning á vopnum til Tyrklands vegna innrásarinnar í Sýrland. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, brást við á blaðamannafundi og sagði að andstaða við innrásina byggðist á misskilningi. Fundir með leiðtogum Breta og Þjóðverja hafi sýnt að lítill skilningur væri á málstað Tyrkja, en Tyrkir álíta hersveitir Kúrda hryðjuverkasamtök. „Við erum Atlantshafsbandalagsríki. Vinsamlegast hafið í huga að þessi ríki eru það líka. Ég vek athygli á fimmtu grein NATO-samningsins [um að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Nú stöndum við frammi fyrir þrýstingi og árásum hryðjuverkasamtaka. Með hverjum ættu þessi ríki að standa ef við tökum tillit til fimmtu greinarinnar? Þau ættu að standa með okkur,“ sagði Erdogan.Stjórnarherinn mættur Bærinn Til Temir er á yfirráðasvæði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands, stutt frá landamærunum að Tyrklandi. Tugir hafa verið fluttir á sjúkrahús í bænum eftir árásir tyrkneska hesrins undanfarna daga. Í dag sýndu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar frá því að nú væri stjórnarherinn kominn á vettvang í Til Temir. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2012 sem stjórnarherinn lætur sjá sig á þessum stað. Á þeim tíma ákvað Bashar al-Assad forseti að leyfa Kúrdum að halda svæðinu og var herinn sendur að berjast við uppreisnarmenn á öðrum svæðum. Kúrdar og Assad-stjórnin komust að samkomulagi í gærkvöldi. Bandalagið markar ákveðin kaflaskil fyrir hersveitir Kúrda, sem börðust áður með Bandaríkjunum gegn Íslamska ríkinu. Eftir að Bandaríkin hörfuðu frá Sýrlandi, rýmdu þannig fyrir innrás Tyrkja, hafa Kúrdar nú snúið sér til Assads, sem hefur svo sjálfur notið stuðnings Rússa. Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Aðildarríki Evrópusambandsins samþykktu í dag að takmarka útflutning á vopnum til Tyrklands vegna innrásarinnar í Sýrland. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, brást við á blaðamannafundi og sagði að andstaða við innrásina byggðist á misskilningi. Fundir með leiðtogum Breta og Þjóðverja hafi sýnt að lítill skilningur væri á málstað Tyrkja, en Tyrkir álíta hersveitir Kúrda hryðjuverkasamtök. „Við erum Atlantshafsbandalagsríki. Vinsamlegast hafið í huga að þessi ríki eru það líka. Ég vek athygli á fimmtu grein NATO-samningsins [um að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. Nú stöndum við frammi fyrir þrýstingi og árásum hryðjuverkasamtaka. Með hverjum ættu þessi ríki að standa ef við tökum tillit til fimmtu greinarinnar? Þau ættu að standa með okkur,“ sagði Erdogan.Stjórnarherinn mættur Bærinn Til Temir er á yfirráðasvæði Kúrda í norðausturhluta Sýrlands, stutt frá landamærunum að Tyrklandi. Tugir hafa verið fluttir á sjúkrahús í bænum eftir árásir tyrkneska hesrins undanfarna daga. Í dag sýndu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar frá því að nú væri stjórnarherinn kominn á vettvang í Til Temir. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2012 sem stjórnarherinn lætur sjá sig á þessum stað. Á þeim tíma ákvað Bashar al-Assad forseti að leyfa Kúrdum að halda svæðinu og var herinn sendur að berjast við uppreisnarmenn á öðrum svæðum. Kúrdar og Assad-stjórnin komust að samkomulagi í gærkvöldi. Bandalagið markar ákveðin kaflaskil fyrir hersveitir Kúrda, sem börðust áður með Bandaríkjunum gegn Íslamska ríkinu. Eftir að Bandaríkin hörfuðu frá Sýrlandi, rýmdu þannig fyrir innrás Tyrkja, hafa Kúrdar nú snúið sér til Assads, sem hefur svo sjálfur notið stuðnings Rússa.
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira