Íslenski boltinn

Ágúst ráðinn þjálfari Gróttu í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ágúst Gylfason er kominn með nýja vinnu.
Ágúst Gylfason er kominn með nýja vinnu. vísir/bára

Pepsi Max-deildarlið Gróttu er búið að ráða þjálfara og sá verður kynntur til leiks síðar í dag. Það er Ágúst Gylfason samkvæmt heimildum íþróttadeildar.

Grótta er með blaðamannafund klukkan 15.00 í dag þar sem ráðningin verður staðfest.

Ágúst tekur við starfinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem tók við starfi Ágústar hjá Breiðabliki.

Grótta mun spila í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins næsta sumar en Óskar Hrafn kom liðinu upp úr tveimur deildum á tveimur árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.