Enski boltinn

David De Gea fór meiddur af velli gegn Svíum | Nær hann leiknum gegn Liverpool um helgina?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
De Gea haltrar af velli í kvöld.
De Gea haltrar af velli í kvöld. Vísir/Getty
David De Gea, markvörður Manchester United, fór meiddur af velli í leik Spánar og Svíþjóðar í Undankeppni EM 2020 í kvöld. Þegar þetta er ritað er staðan 1-1 en spænska liðið jafnaði í uppbótartíma leiksins.Ole Gunnar Solskjær, norski þjálfari Manchester United, hugsar Svíum eflaust þegjandi þörfina en hann má ekki við frekari meiðslum í hóp sínum. Nú þegar eru þeir Paul Pogba, Victor Lindelöf, Luke Shaw, Aron Wan-Bissaka og Anthony Martial á meiðslalistanum. Manchester United mætir Liverpool um helgina og mega Man Utd ekki við frekari skakkaföllum ef þeir ætla að eiga roð í Liverpool sem virðast nær ósigrandi þessa dagana.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.