Enski boltinn

Var orðinn tveggja barna faðir sextán ára

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wesley fagnar marki með Villa í sumar.
Wesley fagnar marki með Villa í sumar. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Wesley, sem spilar með Aston Villa, gekk í gegnum margt á sínum yngri árum áður en hann samdi við Villa í sumar.

Wesley ólst upp í heimalandinu áður en hann fluttist til Slóvakíu. Þaðan var hann svo seldur til Club Brugge og í sumarið var hann keyptur á 22 milljónir punda til Villa.

Framherjinn var orðinn tveggja barna faðir sextán ára gamall og segir að það hafi haft áhrif á sig.

„Ég eignaðist mitt fyrsta barn þegar ég var fjórtán ára. Það var erfitt því á þeim tíma var ég að byrja og spila atvinnumanna fótbolta. Ég varð að vinna á daginn og fara svo á æfingu á kvöldin,“ sagði Wesley.

„Fyrsta barnið kom þegar ég 14 ára og þegar ég var 16 ára kom barn númer tvö. Þegar ég eignaðist börnin mín sagði ég við mig sjálfan mig að ég ætlaði að vera atvinnumaður.“







„Þegar ég spila þá hugsa ég um fjölskyldu mína, börnin mín, mömmu mína og alla. Ég varð að gera eitthvað. Ég varð að eignast pening fyrir börnin mín. Ég vildi fara til margra liða en þau sögðu öll nei. Ég fór til sex liða áður en ég fór til Slóvakíu.“

„Þar fékk ég tækifæri og fyrstu vikurnar voru erfiðar þar sem það var mjög kalt. Fyrstu þrír mánuðirnir held ég að það hafi snjóað allan tímann. Ég kom frá Brasilíu og fann ekki fyrir fótunum á mér svo það var erfitt að spila,“ sagði Wesley um sína mögnuðu sögu.

Hann hefur gert flotta hluti hjá nýliðum Villa en hann hefur skorað fjögur mörk í fyrstu átta leikjum sínum í enska boltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×