Íslenski boltinn

Gunnar tekinn við Þrótti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gunnar Guðmundsson er mættur í Laugardalinn
Gunnar Guðmundsson er mættur í Laugardalinn mynd/þróttur
Gunnar Guðmundsson er nýr þjálfari Þróttar Reykjavíkur. Félagið tilkynnti um ráðningu hans í kvöld.

Gunnar gerir samning við Þróttara út tímabilið 2022.

Áður hefur Gunnar þjálfað HK, Selfoss og Gróttu í fyrstu deild karla en hann á að baki yfir 170 leiki sem aðalþjálfari í tveimur efstu deildunum.

Gunnar kemur til Þróttar frá Grindavík þar sem hann var aðstoðarþjálfari á síðasta tímabili.

Þróttur átti erfitt uppdráttar í Inkassodeildinni á síðasta tímabili og endaði í 10. sæti með 22 stig, slapp við fall á markatölu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.