Íslenski boltinn

Gunnar tekinn við Þrótti

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gunnar Guðmundsson er mættur í Laugardalinn
Gunnar Guðmundsson er mættur í Laugardalinn mynd/þróttur

Gunnar Guðmundsson er nýr þjálfari Þróttar Reykjavíkur. Félagið tilkynnti um ráðningu hans í kvöld.

Gunnar gerir samning við Þróttara út tímabilið 2022.

Áður hefur Gunnar þjálfað HK, Selfoss og Gróttu í fyrstu deild karla en hann á að baki yfir 170 leiki sem aðalþjálfari í tveimur efstu deildunum.

Gunnar kemur til Þróttar frá Grindavík þar sem hann var aðstoðarþjálfari á síðasta tímabili.

Þróttur átti erfitt uppdráttar í Inkassodeildinni á síðasta tímabili og endaði í 10. sæti með 22 stig, slapp við fall á markatölu.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.