Íslenski boltinn

Siggi Raggi: Spennandi hvernig Keflvíkingar lögðu þetta upp

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sigurður Ragnar Eyjólfsson var ráðinn þjálfari karlaliðs Keflavíkur í gær. Hann mun stýra liðinu í Inkassodeild karla ásamt Eysteini Húna Haukssyni.

Sigurður Ragnar á langan þjálfaraferil að baki þar sem hann þjálfaði meðal annars íslenska kvennalandsliðið í fótbolta.

„Keflvíkingar höfu samband með stuttum fyrirvara. Ég hafði unnið með þeim svolítið í vetur og yfir sumarið sem íþróttasálfræðiráðgjafi,“ sagði Sigurður Ragnar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þegar þeir höfðu samband þá fannst mér mjög spennandi hvernig þeir lögðu þetta allt saman upp.“

Hann og Eysteinn Húni munu báðir vera aðalþjálfarar Keflavíkur.

Keflavík féll úr efstu deild haustið 2018 og spilaði í Inkassodeildinni í sumar. Þar lenti liðið í fimmta sæti á nýliðnu tímabili.

„Vonandi náum við því á þessum þremur árum sem við erum að koma liðinu hærra og festa liði í sessi í Pepsi deild.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×