Segir tíma til kominn að félagshyggjuflokkar hætti að lauma sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2019 11:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. aðsend/Sóllilja Baltasarsdóttir Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag í Austurbæ en þar verða loftslagsmál í forgrunni, hugað verður að framtíðinni og hvernig Samfylkingin getur orðið leiðandi afl í næstu ríkisstjórn. Þetta segir í fréttatilkynningu. Meðal annars verða pallborðsumræður sem Sævar Helgi Bragason, vísindamaður, mun stýra um aðgerðir í umhverfismálum þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, munu taka til máls ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðingi, og Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdarstjóra Neytendasamtakanna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hélt ræðu á fundinum þar sem hann einblíndi einnig á loftslagsmál, félagsmál og breytt landslag stjórnmálanna. „Nú er runninn upp sá tími í íslenskum stjórnmálum, og ég vona að vinir okkar sem halda nú landsfund á Grand hótel, heyri þetta vel og skilji, nú er runninn upp sá tíma að íslensk stjórnmál hætti að snúast um hvaða félagshyggjuflokkur það er hverju sinni sem hleypst undan merkjum og laumar sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Logi og vísaði í landsfund VG sem fer fram um helgina.Segir ríkisstjórn ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Hann sagði að hvorki væri óhjákvæmilegt né réttlætanlegt að barn sem fæddist með varanlega fötlun sé dæmt til fátæktar út lífið eða að eldri hjón sem stritað hefðu allt sitt líf þyrftu að neita sér um læknisþjónustu. Þá væri óásættanlegt að ungt fólk hefði ekki aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og flosnaði upp úr námi vegna skilyrða Lánasjóðsins. Hann sagði mikilvægt að Samfylkingin væri leiðandi í málum framtíðarinnar og að flokkurinn þyrfti að rísa undir þeirri ábyrgð. Heimurinn tæki stöðugum breytingum og að móta þyrfti skýr markmið og leiðir til að vinna úr þeim vandamálum sem upp kæmu. „Stjórnin er of svifasein og metnaðarlítil í loftslagsmálum enda er einum stjórnmálaflokkanna nokkuð sama um þau og virðist ekki hafa aðra stefnu en þvælast sem allra mest fyrir og aðhafast sem minnst.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar eða að lögbinda markmið um kolefnishlutleysi sem myndi skuldbinda hana til aðgerða. Þrátt fyrir þetta ríkti svo sannarlega neyðarástand í loftslagsmálum. Hann benti þá á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kæmi fram að draga eigi úr framlögum til menntamála. Skref væri tekið afturábak en ekki áfram, fjölskylduvænt samfélag væri ekki við sjóndeildarhringinn og ekki stæði til að semja við opinbera starfsmenn og háskólafólk um styttri vinnuviku. „Það er ekki svona sem við búum í haginn fyrir unga fólkið okkar á 21. öldinni; þessari skammsýni og minnimáttarkennd í alþjóðamálum verður að linna. Við eigum að stefna í þveröfuga átt.“ Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending frá ræðu Loga á flokksfundi Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og hófst hann klukkan 10 í morgun og mun honum ljúka klukkan 17:00. 19. október 2019 10:46 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag í Austurbæ en þar verða loftslagsmál í forgrunni, hugað verður að framtíðinni og hvernig Samfylkingin getur orðið leiðandi afl í næstu ríkisstjórn. Þetta segir í fréttatilkynningu. Meðal annars verða pallborðsumræður sem Sævar Helgi Bragason, vísindamaður, mun stýra um aðgerðir í umhverfismálum þar sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, munu taka til máls ásamt Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, hagfræðingi, og Brynhildi Pétursdóttur, framkvæmdarstjóra Neytendasamtakanna. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hélt ræðu á fundinum þar sem hann einblíndi einnig á loftslagsmál, félagsmál og breytt landslag stjórnmálanna. „Nú er runninn upp sá tími í íslenskum stjórnmálum, og ég vona að vinir okkar sem halda nú landsfund á Grand hótel, heyri þetta vel og skilji, nú er runninn upp sá tíma að íslensk stjórnmál hætti að snúast um hvaða félagshyggjuflokkur það er hverju sinni sem hleypst undan merkjum og laumar sér í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Logi og vísaði í landsfund VG sem fer fram um helgina.Segir ríkisstjórn ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Hann sagði að hvorki væri óhjákvæmilegt né réttlætanlegt að barn sem fæddist með varanlega fötlun sé dæmt til fátæktar út lífið eða að eldri hjón sem stritað hefðu allt sitt líf þyrftu að neita sér um læknisþjónustu. Þá væri óásættanlegt að ungt fólk hefði ekki aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og flosnaði upp úr námi vegna skilyrða Lánasjóðsins. Hann sagði mikilvægt að Samfylkingin væri leiðandi í málum framtíðarinnar og að flokkurinn þyrfti að rísa undir þeirri ábyrgð. Heimurinn tæki stöðugum breytingum og að móta þyrfti skýr markmið og leiðir til að vinna úr þeim vandamálum sem upp kæmu. „Stjórnin er of svifasein og metnaðarlítil í loftslagsmálum enda er einum stjórnmálaflokkanna nokkuð sama um þau og virðist ekki hafa aðra stefnu en þvælast sem allra mest fyrir og aðhafast sem minnst.“ Þá sagði hann ríkisstjórnina ekki treysta sér til að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar eða að lögbinda markmið um kolefnishlutleysi sem myndi skuldbinda hana til aðgerða. Þrátt fyrir þetta ríkti svo sannarlega neyðarástand í loftslagsmálum. Hann benti þá á að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kæmi fram að draga eigi úr framlögum til menntamála. Skref væri tekið afturábak en ekki áfram, fjölskylduvænt samfélag væri ekki við sjóndeildarhringinn og ekki stæði til að semja við opinbera starfsmenn og háskólafólk um styttri vinnuviku. „Það er ekki svona sem við búum í haginn fyrir unga fólkið okkar á 21. öldinni; þessari skammsýni og minnimáttarkennd í alþjóðamálum verður að linna. Við eigum að stefna í þveröfuga átt.“
Alþingi Loftslagsmál Samfylkingin Umhverfismál Tengdar fréttir Bein útsending frá ræðu Loga á flokksfundi Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og hófst hann klukkan 10 í morgun og mun honum ljúka klukkan 17:00. 19. október 2019 10:46 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Bein útsending frá ræðu Loga á flokksfundi Samfylkingarinnar Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fer fram í dag og hófst hann klukkan 10 í morgun og mun honum ljúka klukkan 17:00. 19. október 2019 10:46