Íslenski boltinn

„Þó þú getir samið lag á þrjá strengi er betra að vera með fimm sem eru vel stilltir“

Anton Ingi Leifsson skrifar
FH-ingar fagna marki í sumar.
FH-ingar fagna marki í sumar. vísir/bára
FH er komið aftur í Evrópukeppni eftir að hafa endað í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Pepsi Max-mörkin gerðu upp tímabilið hjá öllum liðunum í uppgjörsþætti sínum á laugardag.Tímabilið í fyrra var fyrsta tímabilið í háa herrans tíð sem FH-liðið tók ekki þátt í Evrópukeppni og þóttu það mikil vonbrigði en nú er liðið komið aftur í Evrópubolta.„Þetta endar ágætlega. Þeir komast í Evrópukeppni sem þeir hafa saknað en ég er ekkert viss um að þeir séu himinlifandi með sumarið og útkomuna. Mér finnst FH-liðið eiga helling inni,“ sagði Atli Viðar Björnsson.Máni Pétursson, annar sérfræðingur þáttarins, líkti FH-liðinu við gítar.„Mér fannst FH-ingarnir byrja vel og þeir virtust vita hvað þeir ætluðu að gera. Það var alltaf verið að hrókera og færa til. Það kom ekki vel út og þegar það tapaðist leikur var farið í alls konar tilfærslur.“„Það er alveg hægt að orða þetta með FH-liðið að það eigi meira inni. Það er eins og þú sért með gítar en það er einn eða tveir strengir sem eru farnir. Þó þú getir samið lag á þrjá strengi er betra að vera með fimm sem eru vel stilltir.“„FH-ingar horfa á þetta sem fínt tímabil því það var lífsspursmál að ná Evrópusætinu. Núna eru þeir búnir að ná því og þeir taka því þátt í glugganum í vetur. Það verður gaman að sjá hvað Ólafur Kristjánsson gerir í þeim glugga,“ sagði Máni.Alla umræðuna má sjá hér að neðan.

Klippa: PMM: FHFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.