Innlent

Nýjum tankbíl ætlað að tryggja frekar öryggi í sumarhúsabyggð

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Þrír tankbílar hafa verið endurnýjaðir nú á þremur árum. Samtals hafa þeir 38000 lítra af vatni.
Þrír tankbílar hafa verið endurnýjaðir nú á þremur árum. Samtals hafa þeir 38000 lítra af vatni. Vísir/Jóhann K.
Brunavarnir Árnessýslu fengu í gær afhenta nýja Bens tankbifreið í bílaflota slökkviliðsins. Henni er ætlað að tryggja enn frekar öryggi í sumarhúsabyggðinni í Árnessýslu.Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri, segir í samtali við fréttastofu, að tankbifreiðin er með svokallað krókheysi þannig að hægt að að skilja tankinn eftir en hann er 8000 lítrar að stærð. Þá er hægt að nota bílinn í önnur verkefni. Sett verður á tankinn vatnsbyssa, þannig að tankurinn getur orðið sjálstæð slökkvieining.Fyrir hafa Brunavarnir Árnessýslu þrjár tankbifreiðar sem eru með hvorn sinn 15000 lítra tankinn og einn með 8000 lítra tank. Einn er staðsettur á Selfossi, einn á Flúðum og einn í Þorlákshöfn. Nýji bílinn mun verða staðsettur í Hveragerði.Brunavarnir Árnessýslu hafa endurnýjað einn slíkan tankbíl á hverju ári í nú þrjú ár.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu (th) og Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri (tv), tóku á móti bílnum frá Erlingi Þór Guðjónssyni.Vísir/Jóhann K.
Þrjár af fjórum tankbifreiðum Brunavarna Árnessýslu.Vísir/Jóhann K.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.