Erlent

Yfirvöld Hong Kong banna grímur

Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Carrie Lam er hér fyrir miðju.
Carrie Lam er hér fyrir miðju. AP/Kin Cheung
Carrie Lam æðsti embættismaður Hong Kong, sem er sjálfstjórnarhérað í Kína, beitti í morgun neyðarlögum frá tímum nýlendustjórnar Breta og bannaði almenningi að hylja andlit sín með grímum. Þetta gerir hún í kjölfar mikilla mótmæla síðustu vikur og mánuði sem náðu hámarki á þriðjudaginn var, á sjötíu ára afmæli stjórnar kínverska kommúnistaflokksins.Lam segir að ofbeldið sé að eyðileggja borgina og að yfirvöld geti ekki setið aðgerðarlaus hjá og horft á ástandið versna með hverjum deginum sem líður. Bannið á að taka gildi á laugardag en flestir þeirra sem taka þátt í mótmælunum hylja andlit sín, ekki síst af ótta við hefndaraðgerðir Kínverja.Sjá einnig: Táningur sem skotinn var af lögreglu ákærður fyrir óeirðir og árásLagaákvæðið sem um ræðir er frá árinu 1922 en Bretar notuðu það til að brjóta niður verkfall sjómanna. Það var síðast notað árið 1967 og þá til að stöðva óeirðir. Neyðarlögin veita yfirvöldum Hong Kong umfangsmiklar heimildir.Áður en Lam tilkynnti ákvörðun sína gengu þúsundir grímuklæddra mótmælenda um götur Hong Kong og kölluðu: „Ég vil bera grímu“ og „Að bera grímu er ekki glæpur“, samkvæmt AP fréttaveitunni.

 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.