Íslenski boltinn

Áhorfendum á Meistaravöllum fjölgaði að meðaltali um 646 milli ára

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR-ingar fagna með stuðningsmönnum sínum.
KR-ingar fagna með stuðningsmönnum sínum. vísir/bára
Flestir mættu á heimaleiki Íslandsmeistara KR í Pepsi Max-deild karla í sumar, eða 1.623 manns að meðaltali.

Það er gríðarleg aukning frá því á síðasta tímabili þegar 977 manns að meðaltali sóttu heimaleiki KR. Mætingin á Meistaravelli í fyrra var sú versta síðan 1994.

Áhorfendum í Pepsi Max-deildinni fjölgaði mikið milli ára. Í fyrra mættu 862 manns að meðaltali á leikina en í ár voru þeir 1.018.

Alls mættu 134.354 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi Max-deildinni í sumar. Í fyrra voru þeir 113.761.

Versta mætingin var á heimaleiki botnliðs ÍBV. Að meðaltali mættu 479 manns á Hásteinsvöll í sumar en í fyrra voru þeir 673. Grindavík var með næstlökustu aðsóknina, eða 579.

Sjö af tólf félögum í Pepsi Max-deildinni voru með yfir 1.000 manns að meðaltali á heimaleikjum sínum.

Félag - Meðaltal

KR - 1.623

Breiðablik - 1.318

FH - 1.206

Fylkir - 1.141

Valur - 1.110

ÍA - 1.057

Stjarnan - 1.026

Víkingur - 982

HK - 874

KA - 819

Grindavík - 579

ÍBV - 479

Alls - 1.018

Klippa: Pepsi Max-mörkin: Stuðningsmenn ársins





Fleiri fréttir

Sjá meira


×