Íslenski boltinn

Áhorfendum á Meistaravöllum fjölgaði að meðaltali um 646 milli ára

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KR-ingar fagna með stuðningsmönnum sínum.
KR-ingar fagna með stuðningsmönnum sínum. vísir/bára

Flestir mættu á heimaleiki Íslandsmeistara KR í Pepsi Max-deild karla í sumar, eða 1.623 manns að meðaltali.

Það er gríðarleg aukning frá því á síðasta tímabili þegar 977 manns að meðaltali sóttu heimaleiki KR. Mætingin á Meistaravelli í fyrra var sú versta síðan 1994.

Áhorfendum í Pepsi Max-deildinni fjölgaði mikið milli ára. Í fyrra mættu 862 manns að meðaltali á leikina en í ár voru þeir 1.018.

Alls mættu 134.354 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi Max-deildinni í sumar. Í fyrra voru þeir 113.761.

Versta mætingin var á heimaleiki botnliðs ÍBV. Að meðaltali mættu 479 manns á Hásteinsvöll í sumar en í fyrra voru þeir 673. Grindavík var með næstlökustu aðsóknina, eða 579.

Sjö af tólf félögum í Pepsi Max-deildinni voru með yfir 1.000 manns að meðaltali á heimaleikjum sínum.

Félag - Meðaltal
KR - 1.623
Breiðablik - 1.318
FH - 1.206
Fylkir - 1.141
Valur - 1.110
ÍA - 1.057
Stjarnan - 1.026
Víkingur - 982
HK - 874
KA - 819
Grindavík - 579
ÍBV - 479
Alls - 1.018

Klippa: Pepsi Max-mörkin: Stuðningsmenn ársinsAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.