Tala látinna í mótmælum í Írak nálgast eitt hundrað Andri Eysteinsson skrifar 5. október 2019 16:44 Frá mótmælum gegn írösku ríkisstjórninn í Baghdad í vikunni. Getty/Anadolu Undanfarna fimm daga hafa Írakar víða safnast saman á götum úti og mótmælt ríkisstjórn forsætisráðherrans Adil Abdul-Mahdi. Íraskar mannréttindastofnanir segja að um eitt hundrað manns hafi látist í átökum vegna mótmælanna. BBC greinir frá. Adil Abdul-Mahdi og ríkisstjórn hans tók við stjórnartaumunum í Írak fyrir tæpu ári síðan, 25. október 2018, stjórnmálaspekingar segja mótmælin sem nú geisa vera fyrstu alvöru ógnina við ríkisstjórn Mahdi. Talsmenn mótmælenda segja boðskap þeirra vera barátta gegn atvinnuleysi, lélegri þjónustu við landsmenn og gegn spillingu. Upptök mótmælanna má rekja til ósættis í suðurhluta landsins sem stigmagnaðist og dreifðist um landið eins og eldur í sinu. Atvinnuleysi í Írak mælist um 8% en sé eingöngu litið til ungs fólks sé atvinnuleysi tvöfalt meira. Það eru því helst ungir karlmenn sem hafa verið í hópi mótmælenda, öryggissveitir hafa verið ræstar til þess að hafa hemil á mótmælunum og hafa sveitirnar verið uppvísar að því að skjóta á hópa mótmælenda.Sjá einnig: 46 dánir og hundruð særðir í mótmælum í Írak Síðasta fimmtudag ávarpaði forsætisráðherrann Abdul-Mahdi írösku þjóðina í sjónvarpi og sagðist hann þá hafa skilning á þeirri gremju sem þjóðin sýndi stjórnvöldum, þó enga töfralausn væri að finna á vandamálum Írak hét hann þó endurbótum. Til þess að reyna að koma á ró í landinu var aðgangur að internetinu heftur og var sett á útgöngubann ,útgöngubanninu var aflétt í dag og hófust fámennari mótmæli.Samkvæmt mannréttindastofnunum hafa eins og áður segir, um 100 manns látist í mótmælunum og um 3000 hafa slasast. Þá hafa 540 mótmælendur verið handteknir og eru nærri 200 þeirra enn í haldi yfirvalda. Írak Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Undanfarna fimm daga hafa Írakar víða safnast saman á götum úti og mótmælt ríkisstjórn forsætisráðherrans Adil Abdul-Mahdi. Íraskar mannréttindastofnanir segja að um eitt hundrað manns hafi látist í átökum vegna mótmælanna. BBC greinir frá. Adil Abdul-Mahdi og ríkisstjórn hans tók við stjórnartaumunum í Írak fyrir tæpu ári síðan, 25. október 2018, stjórnmálaspekingar segja mótmælin sem nú geisa vera fyrstu alvöru ógnina við ríkisstjórn Mahdi. Talsmenn mótmælenda segja boðskap þeirra vera barátta gegn atvinnuleysi, lélegri þjónustu við landsmenn og gegn spillingu. Upptök mótmælanna má rekja til ósættis í suðurhluta landsins sem stigmagnaðist og dreifðist um landið eins og eldur í sinu. Atvinnuleysi í Írak mælist um 8% en sé eingöngu litið til ungs fólks sé atvinnuleysi tvöfalt meira. Það eru því helst ungir karlmenn sem hafa verið í hópi mótmælenda, öryggissveitir hafa verið ræstar til þess að hafa hemil á mótmælunum og hafa sveitirnar verið uppvísar að því að skjóta á hópa mótmælenda.Sjá einnig: 46 dánir og hundruð særðir í mótmælum í Írak Síðasta fimmtudag ávarpaði forsætisráðherrann Abdul-Mahdi írösku þjóðina í sjónvarpi og sagðist hann þá hafa skilning á þeirri gremju sem þjóðin sýndi stjórnvöldum, þó enga töfralausn væri að finna á vandamálum Írak hét hann þó endurbótum. Til þess að reyna að koma á ró í landinu var aðgangur að internetinu heftur og var sett á útgöngubann ,útgöngubanninu var aflétt í dag og hófust fámennari mótmæli.Samkvæmt mannréttindastofnunum hafa eins og áður segir, um 100 manns látist í mótmælunum og um 3000 hafa slasast. Þá hafa 540 mótmælendur verið handteknir og eru nærri 200 þeirra enn í haldi yfirvalda.
Írak Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira