Enski boltinn

Shaqiri: Hversu margir hafa farið frá föllnu liði í sigurvegara Meistaradeildarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Xherdan Shaqiri
Xherdan Shaqiri vísir/getty
Xherdan Shaqiri segist hafa sannað sig með því að vinna Meistaradeild Evrópu með Liverpool eftir að margir hafi afskrifað hann þegar hann féll úr ensku úrvalsdeildinni með Stoke.

Sumarið 2018 fór Shaqiri til Liverpoool frá Stoke og fékk hann þá mikla gagnrýni fyrir að hafa ekki sýnt fagmennsku hjá Stoke. Meðal þeirra sem gagnrýndu hann voru fyrrum Liverpoolmaðurinn og fyrrum liðsfélagi Shaqiri hjá Stoke, Charlie Adam.

Shaqiri segist hins vegar hafa fengið uppreisn æru með því að vinna Meistaradeildina með Liverpool í vor og endað sem þriðji markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu.

„Ég hef ekki séð eftir því í sekúndu að hafa farið til Liverpool,“ sagði Shaqiri við svissneska fjölmiðla.

„Margir höfðu afskrifað mig þegar ég var þar, en hversu margir geta sagst hafa farið beint frá liði sem var nýfallið og yfir í sigurvegara Meistaradeildarinnar.“

„Ég veit hvað ég get og ég passa vel inn í enskan fótbolta. Ég vann mér það inn að fara til Liverpool með frammistöðu minni hjá Stoke.“

„Stuðningsmennirnir kalla mig ennþá stundum goðsögn fyrir mörkin tvö sem ég skoraði til þess að leggja erkifjendurnar í Manchester United að velli.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×