Erlent

Nóbelsverðlaun fyrir rannsóknir á frumum og súrefni

Kjartan Kjartansson skrifar
Nóbelsverðlaunin fyrir læknisfræði voru tilkynnt nú í morgun.
Nóbelsverðlaunin fyrir læknisfræði voru tilkynnt nú í morgun.
Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár fyrir rannsóknar þeirra á hvernig frumur nema og laga sig að framboði á súrefni. Rannsóknir þeirra eru sagðar hafa þýðingu á mörgum sviðum, þar á meðal fyrir meðgöngu, háfjallaveiki, krabbamein og hvernig sár gróa.

Þeir William G. Kaelin yngri frá Harvard-háskóla, Peter J. Ratcliffe frá Francis Crick-stofnuninni í London og Gregg L. Semenza frá Johns Hopkins-háskóla hljóta verðlaunin í ár. Nóbelsnefndin tilkynnti þetta í Stokkhólmi í morgun.

Brjóstmynd af Alfreð Nóbel sem verðlaunin eru kennd við. Hann fann meðal annars um dýnamítAP/Henrik Montogemry
„Áhrifamiklar uppgötvanir nóbelsverðlaunahafa þessa árs afhjúpuðu gangverkið í einu mikilvægasta aðlögunarferli lífsins,“ sagði Nóbelsnefndin í umsögn sinni, að því er segir í frétt Reuters.

Það hafi lengi verið leyndardómur hvernig frumur aðlagast þegar framboð á súrefni sveiflast til eða frá.

Verðlaunahafarnir hafi leitt í ljós hvernig virkni gena breytist eftir því sem styrkur súrefnis í umhverfi breytist. Hæfileiki frumna til að aðlagast súrefnisstyrk er talinn lykilástæða þess að dýrategundir hafi numið land á svo ólíkum búsvæðum.

Vísindamennirnir þrír fá níu milljónir sænskra króna í verðlaunafé, jafnvirði rúmra 113 milljóna íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×