Enski boltinn

„Næsti þjálfari Man. United þarf að eyða 700 milljónum punda“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það er krísa hjá Manchester United.
Það er krísa hjá Manchester United. vísir/getty
Paul Merson, sparkspekingur Sky Sports, segir að það þurfi heldur betur að taka til í herbúðum Manchester United. Hann segir að næsti stjóri liðsins þurfi að kaupa sjö nýja leikmenn.

Man. Utd hefurf byrjað hörmulega. Þetta er versta byrjun liðsins í 30 ár en Ole Gunnar Solskjær, stjóri liðsins, er talinn mjög valtur í starfi.

Farið var yfir stöðu Solskjær og Man. Utd í þættinum The Debate á Sky Sports í gær þar sem umferðin var gerð up.

„Hver tekur við þessu starfi?“ sagði Merson á Sky Sports í gærkvöldi en þar eru yfirleitt líflegar umræður.







„Einu sinni var þetta draumastarfið. Það var England og Manchester United. Núna sé ég ekki marga sem standa í röð eftir Man. Utd því þeir eru mörgum milljónum frá bestu liðunum.“

„Þetta er 700 milljóna punda starf. Ef stjóri eins og Allegri myndi koma inn, þá myndi hann vilja 700 milljónir punda til þess að eyða. Þeir þurfa sjö leikmenn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×