Enski boltinn

Margir settir á sölulista hjá Tottenham í janúar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eric Dier er á meðal þeirra sem mega fara í janúar
Eric Dier er á meðal þeirra sem mega fara í janúar vísir/getty
Mauricio Pochettino ætlar að hreinsa út úr liði sínu í janúar eftir erfiða byrjun Tottenham á leiktíðinni.

Eric Dier er á meðal þeirra leikmanna sem verða settir á sölulista samkvæmt frétt The Times. Dier hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, það var 3-0 tapið fyrir Brighton um helgina.

Aðrir á listanum eru Christian Eriksen, Serge Aurier, Victor Wanyama og Danny Rose.

Þessir leikmenn voru allir á meðal þeirra leikmanna sem Totenham átti von á að selja í sumar.

Eriksen rennur út á samningi næsta sumar svo hann getur farið að ræða við önnur félög í janúar og svo farið frítt næsta sumar. Hann hefur verið inn og út úr liðinu eftir að samningamál hans fóru á ís.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.