Enski boltinn

Margir settir á sölulista hjá Tottenham í janúar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Eric Dier er á meðal þeirra sem mega fara í janúar
Eric Dier er á meðal þeirra sem mega fara í janúar vísir/getty

Mauricio Pochettino ætlar að hreinsa út úr liði sínu í janúar eftir erfiða byrjun Tottenham á leiktíðinni.

Eric Dier er á meðal þeirra leikmanna sem verða settir á sölulista samkvæmt frétt The Times. Dier hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, það var 3-0 tapið fyrir Brighton um helgina.

Aðrir á listanum eru Christian Eriksen, Serge Aurier, Victor Wanyama og Danny Rose.

Þessir leikmenn voru allir á meðal þeirra leikmanna sem Totenham átti von á að selja í sumar.

Eriksen rennur út á samningi næsta sumar svo hann getur farið að ræða við önnur félög í janúar og svo farið frítt næsta sumar. Hann hefur verið inn og út úr liðinu eftir að samningamál hans fóru á ís.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.