Erdogan staðfestir að innrásin sé hafin Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2019 13:25 Tyrkneski herinn hefur síðustu daga safnað liðsafla við sýrlensku landamærin. Getty Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. Hafa sést myndir af loftárásum á borgina Ras al-ayn nærri landamærunum og fréttir borist af því að skotmörkin séu meðal annars herstöðvar Kúrda og vopnageymslur. Erdogan staðfesti á Twitter-síðu sinni að aðgerðir væru hafnar. Segir hann aðgerðirnar, sem kallast Vor friðar, beinast gegn hryðjuverkamönnum Kúrda og liðsmönnum ISIS í norðurhluta Sýrlands. Markmiðið sé að koma í veg fyrir griðasvæði hryðjuverkamanna nærri suðurlandamærum Tyrklands og koma á friði á svæðinu.The Turkish Armed Forces, together with the Syrian National Army, just launched #OperationPeaceSpring against PKK/YPG and Daesh terrorists in northern Syria. Our mission is to prevent the creation of a terror corridor across our southern border, and to bring peace to the area. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) October 9, 2019Sveitir Bandaríkjahers hörfa Innrás Tyrkja kemur í kjölfar ákvörðunar Donald Trump Bandaríkjaforseta að kalla hersveitir Bandaríkjanna til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað „allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir og hvatt fólk til að grípa til vopna. Tyrkir segjast vilja skapa „öruggt svæði“ við landamærin, laust við uppreisnarmenn Kúrda, sem mun þá hýsa á fjórða milljón sýrlenskra flóttamanna sem hafast nú við í Tyrklandi.Trump hefur í hótunum Svæðið sem Tyrkir ráðast nú inn í er að finna austur af Efrat-fljóti. SDF-sveitir Kúrda hafa ráðið þar ríkjum að undanförnu með stuðningi Bandaríkjahers, en SDF tók virkan þátt í baráttunni gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS. Tyrkir líta hins vegar þannig á að SDF-sveitirnar tengist samtökum sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Trump hefur varið ákvörðun sína að afturkalla hersveitir og segir að aðrir aðilar verði einnig að bera ábyrgð í heimshlutanum. Þó hefur hann hótað því að eyðileggja og tortíma tyrkneskum efnahag, geri tyrknesk stjórnvöld eitthvað sem hann telji vera yfir strikið.Picture from Syria’s Ras al-ayn following Turkish airstrikes, broadcasted on Turkish TV pic.twitter.com/GjBY989C7D — Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 9, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland "innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur staðfest að innrás tyrkneska hersins í Sýrland sé hafin. Hafa sést myndir af loftárásum á borgina Ras al-ayn nærri landamærunum og fréttir borist af því að skotmörkin séu meðal annars herstöðvar Kúrda og vopnageymslur. Erdogan staðfesti á Twitter-síðu sinni að aðgerðir væru hafnar. Segir hann aðgerðirnar, sem kallast Vor friðar, beinast gegn hryðjuverkamönnum Kúrda og liðsmönnum ISIS í norðurhluta Sýrlands. Markmiðið sé að koma í veg fyrir griðasvæði hryðjuverkamanna nærri suðurlandamærum Tyrklands og koma á friði á svæðinu.The Turkish Armed Forces, together with the Syrian National Army, just launched #OperationPeaceSpring against PKK/YPG and Daesh terrorists in northern Syria. Our mission is to prevent the creation of a terror corridor across our southern border, and to bring peace to the area. — Recep Tayyip Erdoğan (@RTErdogan) October 9, 2019Sveitir Bandaríkjahers hörfa Innrás Tyrkja kemur í kjölfar ákvörðunar Donald Trump Bandaríkjaforseta að kalla hersveitir Bandaríkjanna til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað „allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir og hvatt fólk til að grípa til vopna. Tyrkir segjast vilja skapa „öruggt svæði“ við landamærin, laust við uppreisnarmenn Kúrda, sem mun þá hýsa á fjórða milljón sýrlenskra flóttamanna sem hafast nú við í Tyrklandi.Trump hefur í hótunum Svæðið sem Tyrkir ráðast nú inn í er að finna austur af Efrat-fljóti. SDF-sveitir Kúrda hafa ráðið þar ríkjum að undanförnu með stuðningi Bandaríkjahers, en SDF tók virkan þátt í baráttunni gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS. Tyrkir líta hins vegar þannig á að SDF-sveitirnar tengist samtökum sem Tyrkir skilgreina sem hryðjuverkasamtök. Trump hefur varið ákvörðun sína að afturkalla hersveitir og segir að aðrir aðilar verði einnig að bera ábyrgð í heimshlutanum. Þó hefur hann hótað því að eyðileggja og tortíma tyrkneskum efnahag, geri tyrknesk stjórnvöld eitthvað sem hann telji vera yfir strikið.Picture from Syria’s Ras al-ayn following Turkish airstrikes, broadcasted on Turkish TV pic.twitter.com/GjBY989C7D — Ragıp Soylu (@ragipsoylu) October 9, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland "innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Tyrkir reiðubúnir að halda inn í Sýrland "innan skamms“ Bandaríkjaher hefur kallað hersveitir sínar til baka frá norðurhluta Sýrlands. Talsmenn Kúrda hafa hótað "allsherjarstríði“ gangi áætlun Tyrklandshers eftir. 9. október 2019 11:03