Innlent

Lýsir áhyggjum vegna innrásar Tyrkja

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/AP

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lýsir þungum áhyggjum vegna innrásar Tyrkja á héröð Kúrda í Sýrlandi. Þetta kemur fram í tísti ráðherra þar sem hann kveðst óttast að aðgerðirnar geti leitt til þess að bakslag verði í baráttunni við hryðjuverkasamtökin ISIS á svæðinu auk þess sem aðgerðirnar séu til þess fallnar að auka á þjáningar almennra borgara.

„Það er þörf á vopnahléi í Sýrlandi, ekki frekari stigmögnun,“ skrifar Guðlaugur Þór. Óskað hefur verið eftir því að hann komi fyrir utanríkismálanefnd Alþingis vegna málsins en hann hefur undanfarna daga verið á ferð í Sierra Lione. Þá hefur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kallað eftir því að íslenska ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja í Sýrland.

Færsla utanríkisráðherra birtist á Twitter þar sem hann lýsir áhyggjum sínum. skjáskot


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.