Innlent

Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna "grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm
Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður utanríkismálanefndar, hefur óskað eftir því að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra komi á fund nefndarinnar sem fyrst og geri grein fyrir afstöðu sinni „varðandi þá grafalvarlegu stöðu sem komin er upp á alþjóðavettvangi eftir nýjustu ákvörðun Bandaríkjaforseta.“ Þessu greinir Logi frá á Facebook-síðu sinni.Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum (SDF).Ákvörðunin var tilkynnt skyndilega í gærkvöldi eftir símtal á milli Trump og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Nokkrir af helstu bandamönnum Trumps hafa fordæmt ákvörðun forsetans.Í færslu Loga segir hann að utanríkisstefna Bandaríkjanna valdi sér miklum áhyggjum. Vísar hann til þess að Bandaríkin hefðu sagt sig frá Parísarsáttmálanum og dregið sig úr samkomulagi við Írani um kjarnorkuvopn.„[…] og hryllilegt ef Trump stefnir nú Kúrdum í voða með því að draga bandaríska hermenn frá Sýrlandi. Sumir segja að þetta gefi tyrkneska hernum grænt ljós á sókn gegn Kúr­dum, með tilheyrandi hörmungum.“Hann hafi því óskað eftir því að utanríkisráðherra komi sem fyrst á fund utanríkismálanefnd. Í beiðninni hafi hann jafnframt lagt áherslu á að rætt verði hvort tilefni sé til viðbragða eða yfirlýsinga af hálfu Íslands.


Tengdar fréttir

Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara

Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð.

Tyrkir áforma innrás í Sýrland

Tyrkir áforma nú innrás inn í norðausturhluta Sýrlands og Bandaríkjamenn virðast hafa gefið grænt ljós á aðgerðirnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.