Enski boltinn

Sex leikmenn gætu snúið aftur gegn Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba er sá leikmaður sem Solskjær þarf líklega mest á að halda að fá til baka
Paul Pogba er sá leikmaður sem Solskjær þarf líklega mest á að halda að fá til baka vísir/getty
Það er líklega óvenju mikið af leikmönnum Manchester United á æfingasvæði félagsins þessa dagana, miðað við að það sé landsleikjahlé.

Meiðslalisti United er svo langur að leikmenn sem annars væru uppteknir með landsliðum sínum eru líklega við það að sprengja af sér veggi læknaherbergisins á Carrington æfingasvæðinu.

Læknateymi United þarf að hafa hraðar hendur í að koma mönnum í lag, fyrsti leikur United eftir landsleikjahlé er gegn erkifjendunum í Liverpool.

Tíu byrjunarliðsmenn eru frá vegna meiðsla, en Ole Gunnar Solskjær er vongóður um að hann gæti fengið allt að sex þeirra til baka áður en Liverpool mætir á Old Trafford 20. október.

Paul Pogba, sem reyndar er búinn að vera í Dubai en ekki Manchester, gæti verið orðinn nógu heill til þess að byrja leikinn.

Victor Lindelöf, Aaron Wan-Bissaka, Luke Shaw, Jesse Lingard og Mason Greenwood ættu allir að vera orðnir nógu heilir til þess að geta tekið þátt í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×