Erlent

Sex skotnir í Was­hington D.C.

Atli Ísleifsson skrifar
Skotárásin átti sér stað nærri gatnamótum 14. strætis og Columbia Road í Columbia Heights hverfinu.
Skotárásin átti sér stað nærri gatnamótum 14. strætis og Columbia Road í Columbia Heights hverfinu. AP
Einn er látinn og fimm særðir eftir skotárás á götum bandarísku höfuðborgarinnar í gærkvöldi. Reuters hefur eftir lögreglu í borginni að enn sé ekki búið að handtaka neinn vegna árásarinnar og að ekkert liggi fyrir um ástæðu árásarinnar.

Stuart Emerman hjá lögreglunni í Washington segir að verið sé að yfirheyra vitni og fara yfir upptökur í eftirlitsmyndavélum.

Af þeim fimm sem særðust er ástand tveggja sagt alvarlegt þó að þeir séu ekki taldir vera í lífshættu.

Skotárásin átti sér stað nærri gatnamótum 14. strætis og Columbia Road í Columbia Heights hverfinu, um þremur kílómetrum frá Hvíta húsinu, um klukkan 22 að staðartíma í gærkvöldi. Var skotið á fólkið í húsagarði fjölbýlishúss.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.