Erlent

Sex skotnir í Was­hington D.C.

Atli Ísleifsson skrifar
Skotárásin átti sér stað nærri gatnamótum 14. strætis og Columbia Road í Columbia Heights hverfinu.
Skotárásin átti sér stað nærri gatnamótum 14. strætis og Columbia Road í Columbia Heights hverfinu. AP

Einn er látinn og fimm særðir eftir skotárás á götum bandarísku höfuðborgarinnar í gærkvöldi. Reuters hefur eftir lögreglu í borginni að enn sé ekki búið að handtaka neinn vegna árásarinnar og að ekkert liggi fyrir um ástæðu árásarinnar.

Stuart Emerman hjá lögreglunni í Washington segir að verið sé að yfirheyra vitni og fara yfir upptökur í eftirlitsmyndavélum.

Af þeim fimm sem særðust er ástand tveggja sagt alvarlegt þó að þeir séu ekki taldir vera í lífshættu.

Skotárásin átti sér stað nærri gatnamótum 14. strætis og Columbia Road í Columbia Heights hverfinu, um þremur kílómetrum frá Hvíta húsinu, um klukkan 22 að staðartíma í gærkvöldi. Var skotið á fólkið í húsagarði fjölbýlishúss.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.