Trump kynntar mögulegar árásir gegn Íran í dag Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2019 11:43 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu í dag færa Donald Trump, forseta, áætlanir fyrir mögulegar hernaðaraðgerðir eða annars konar aðgerðir gegn Íran. Trump skipaði hernum að skipuleggja möguleg viðbrögð við árás á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, sem stödd er í Sádi-Arabíu, en Bandaríkjamenn og Sádar saka yfirvöld Íran um að hafa komið að árásinni. Kynning á valkostum Trump mun fara fram á fundi þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í dag. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sagði í gær að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til „síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði.Sjá einnig: „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á ÍranAðgerðir Bandaríkjanna gætu ekki falið í sér hefðbundnar hernaðaraðgerðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Viðbrögðin gætu falið í sér efnahagsaðgerðir, pólitískar aðgerðir eða jafnvel tölvuárásir.Meðal annars er talið mögulegt að Bandaríkin gætu hjálpað Sádum að bæta loftvarnir sínar til norðurs. Eins og staðan er í dag er loftvörnum þeirra að mestu beint til suðurs vegna eldflaugaárása frá Jemen. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás. Þá segja Sádar og Bandaríkjamenn að drónunum og eldflaugunum sem notaðar voru til árásarinnar hafi verið flogið að norðan. Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða. Bandaríkin Donald Trump Íran Jemen Sádi-Arabía Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna munu í dag færa Donald Trump, forseta, áætlanir fyrir mögulegar hernaðaraðgerðir eða annars konar aðgerðir gegn Íran. Trump skipaði hernum að skipuleggja möguleg viðbrögð við árás á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, sem stödd er í Sádi-Arabíu, en Bandaríkjamenn og Sádar saka yfirvöld Íran um að hafa komið að árásinni. Kynning á valkostum Trump mun fara fram á fundi þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna í dag. Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, sagði í gær að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til „síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði.Sjá einnig: „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á ÍranAðgerðir Bandaríkjanna gætu ekki falið í sér hefðbundnar hernaðaraðgerðir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Viðbrögðin gætu falið í sér efnahagsaðgerðir, pólitískar aðgerðir eða jafnvel tölvuárásir.Meðal annars er talið mögulegt að Bandaríkin gætu hjálpað Sádum að bæta loftvarnir sínar til norðurs. Eins og staðan er í dag er loftvörnum þeirra að mestu beint til suðurs vegna eldflaugaárása frá Jemen. Hútar, sem eiga í átökum við Sáda og bandamenn þeirra í Jemen og eru studdir af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Umfang árásarinnar og nákvæmni þykir þó til marks um að Hútar hafi ekki burði til að gera slíka árás. Þá segja Sádar og Bandaríkjamenn að drónunum og eldflaugunum sem notaðar voru til árásarinnar hafi verið flogið að norðan. Mikil spenna hefur ríkt á milli Íran og Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu á undanförnum mánuðum eftir að Trump sleit kjarnorkusamkomulaginu svokallaða við Íran og beitti aftur viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn ríkinu. Íranar hafa í kjölfarið verið sakaðir um dularfullar árásir á olíuflutningaskip og að hamla ferðir slíkra skipa um Persaflóa. Þá skutu Íranar niður bandarískan dróna í sumar. Í kjölfar þess skipulögðu yfirvöld Bandaríkjanna árásir á Íran og lýsti Trump því yfir að hann hefði hætt við þær tíu mínútum áður en af þeim átti að verða.
Bandaríkin Donald Trump Íran Jemen Sádi-Arabía Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Sjá meira