Íslenski boltinn

Grótta getur tryggt Pepsi Max sætið á morgun

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Grótta getur tryggt sér sæti í efstu deild karla í fótbolta á morgun þegar lokaumferð Inkassodeildarinnar fer fram.Grótta, sem var nýliði í deildinni í sumar eftir að hafa komið upp úr 2. deild síðasta haust, er í öðru sæti með 40 stig, þremur stigum meira en Leiknir í þriðja sæti.Seltirningar þurfa því aðeins stig á móti Haukum á morgun til þess að tryggja sæti sitt í efstu deild karla.„Ég held það sé engu um það logið að þetta hefur gengið vel og kannski betur heldur en flestir hefðu trúað fyrir fram,“ sagði þjálfari Gróttu, Óskar Hrafn Þorvaldsson, við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.„Ég sá þetta ekki fyrir, við vissum í raun og veru ekkert hvað við vorum að fara út í. Það eina sem við gátum gert var að taka þetta einn leik í einu.“Grótta er með ungt og efnilegt lið, en á þetta lið erindi í deild þeirra bestu?„Það er í raun og veru ekki hægt að segja. Ég ætla ekki að afskrifa þessa drengi, og myndi aldrei gera það, en það er allt of snemmt til þess að svara því.“Leikur Gróttu og Hauka hefst klukkan 14:00 á morgun, laugardag, og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.