Íslenski boltinn

Þór/KA hafði betur í Kórnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arna Sif skoraði sigurmarkið í Kórnum
Arna Sif skoraði sigurmarkið í Kórnum vísir/bára
Þór/KA vann HK/Víking í fyrsta leik lokaumferðar Pepsi Max deildar kvenna í kvöld.Liðin mættust í Kórnum í kvöld og kom eina mark leiksins á 41. mínútu. Andrea Mist Pálsdóttir átti hornspyrnu sem Arna Sif Ásgrímsdóttir skallaði í netið.Þór/KA var sterkari aðilinn og réði við tilraunir HK/Víkings til þess að jafna leikinn, lokatölur urðu 1-0 fyrir Norðankonum.Þór/KA lýkur leik í deildinni í fjórða sæti með 28 sæti. HK/Víkingur var hins vegar nú þegar fallið niður í Inkassodeildina og kveður efstu deild með sjö stig úr 18 leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.