Íslenski boltinn

Þór/KA hafði betur í Kórnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arna Sif skoraði sigurmarkið í Kórnum
Arna Sif skoraði sigurmarkið í Kórnum vísir/bára

Þór/KA vann HK/Víking í fyrsta leik lokaumferðar Pepsi Max deildar kvenna í kvöld.

Liðin mættust í Kórnum í kvöld og kom eina mark leiksins á 41. mínútu. Andrea Mist Pálsdóttir átti hornspyrnu sem Arna Sif Ásgrímsdóttir skallaði í netið.

Þór/KA var sterkari aðilinn og réði við tilraunir HK/Víkings til þess að jafna leikinn, lokatölur urðu 1-0 fyrir Norðankonum.

Þór/KA lýkur leik í deildinni í fjórða sæti með 28 sæti. HK/Víkingur var hins vegar nú þegar fallið niður í Inkassodeildina og kveður efstu deild með sjö stig úr 18 leikjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.