Erlent

Versti skjálftinn í 30 ár

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bygging í Tirana eftir skjálftann í dag.
Bygging í Tirana eftir skjálftann í dag. EPA
Snarpur jarðskjálfti varð í hafnarborginni Durres í Albaníu í dag. Yfirvöld í landinu segja þetta stærsta jarðskjálfta síðustu 30 ára. Skjálftinn mældist 5,7 að stærð og fylgdi honum sterkur eftirskjálfti nokkrum mínútum síðar. Byggingar í höfuðborginni Tirana skulfu. 

Íbúar flúðu heimili sín og söfnuðust saman á götum og í nærliggjandi almenningsgörðum.

„Allir nágrannar okkar komu öskrandi út. Við þökkum guði fyrir að hann var ekki langur. Þetta var martröð á 10. hæð,“ sagði einn íbúi Tirana í samtali við fréttastofu Reuters.  

Samkvæmt heimildum Reuters slösuðust að minnsta kosti 49 í skjálftanum. Einn einstaklingur fótbrotnaði við að flýja út úr byggingu en aðrir meiddust eftir að múrsteinar og fleira hrundi af byggingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×