Erlent

Versti skjálftinn í 30 ár

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Bygging í Tirana eftir skjálftann í dag.
Bygging í Tirana eftir skjálftann í dag. EPA

Snarpur jarðskjálfti varð í hafnarborginni Durres í Albaníu í dag. Yfirvöld í landinu segja þetta stærsta jarðskjálfta síðustu 30 ára. Skjálftinn mældist 5,7 að stærð og fylgdi honum sterkur eftirskjálfti nokkrum mínútum síðar. Byggingar í höfuðborginni Tirana skulfu. 

Íbúar flúðu heimili sín og söfnuðust saman á götum og í nærliggjandi almenningsgörðum.

„Allir nágrannar okkar komu öskrandi út. Við þökkum guði fyrir að hann var ekki langur. Þetta var martröð á 10. hæð,“ sagði einn íbúi Tirana í samtali við fréttastofu Reuters.  

Samkvæmt heimildum Reuters slösuðust að minnsta kosti 49 í skjálftanum. Einn einstaklingur fótbrotnaði við að flýja út úr byggingu en aðrir meiddust eftir að múrsteinar og fleira hrundi af byggingum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.