Íslenski boltinn

40 umferðir af 44 í fallsæti en féllu í hvorugt skiptið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Örvar Stefánsson, leikmaður Magna.
Gunnar Örvar Stefánsson, leikmaður Magna. vísir/ernir
Magni frá Grenivík mun leika í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð eftir að liðið bjargaði sæti sínu í lokaumferðinni annað árið í röð.

Magnamenn komust upp í Inkasso-deildina í fyrra eftir 38 ára fjarveru en þar áður höfðu þeir einungis einu sinni spilað í B-deildinni. Það var árið 1979.

Næsta tímabil verður því þriðja tímabilið í röð og það fjórða í heildina sem liðið leikur í næst efstu deild á Íslandi en ef litið er á tölfræðina er það ansi merkilegt.

Knattspyrnuáhugamaðurinn, Jóhann Már Kristinsson, vakti athygli á því á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi að Magnamenn hefðu síðustu tvær leiktíðir verið í fallsæti 40 umferðir af þeim 44 sem eru leiknar en fallið í hvorugt skiptið.Á síðustu leiktíð voru þeir ekki í fallsæti eftir þriðju umferðina og svo þá síðustu, 22., en á þessari leiktíð voru þeir ekki í fallsæti síðustu tvær umferðirnar.

Grenivík mun því eiga sinn fulltrúa í næst efstu deild íslenska boltans á næstu leiktíð í fjórða sinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.