Íslenski boltinn

40 umferðir af 44 í fallsæti en féllu í hvorugt skiptið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gunnar Örvar Stefánsson, leikmaður Magna.
Gunnar Örvar Stefánsson, leikmaður Magna. vísir/ernir

Magni frá Grenivík mun leika í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð eftir að liðið bjargaði sæti sínu í lokaumferðinni annað árið í röð.

Magnamenn komust upp í Inkasso-deildina í fyrra eftir 38 ára fjarveru en þar áður höfðu þeir einungis einu sinni spilað í B-deildinni. Það var árið 1979.

Næsta tímabil verður því þriðja tímabilið í röð og það fjórða í heildina sem liðið leikur í næst efstu deild á Íslandi en ef litið er á tölfræðina er það ansi merkilegt.

Knattspyrnuáhugamaðurinn, Jóhann Már Kristinsson, vakti athygli á því á Twitter-síðu sinni í gærkvöldi að Magnamenn hefðu síðustu tvær leiktíðir verið í fallsæti 40 umferðir af þeim 44 sem eru leiknar en fallið í hvorugt skiptið.

Á síðustu leiktíð voru þeir ekki í fallsæti eftir þriðju umferðina og svo þá síðustu, 22., en á þessari leiktíð voru þeir ekki í fallsæti síðustu tvær umferðirnar.

Grenivík mun því eiga sinn fulltrúa í næst efstu deild íslenska boltans á næstu leiktíð í fjórða sinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.