Íranir kynna friðarsamkomulag á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 11:28 Hassan Rouhani, leiðtogi Íran, flytur ræðu á 39 ára afmælisfögnuði stríðsins á milli Íran og Írak. AP Hassan Rouhani, leiðtogi Íran, varar við því utanaðkomandi hersveitir ógni friði og öryggi á Persaflóa. Þetta sagði hann eftir að yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu að verið væri að senda bandarískar hersveitir á svæðið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rouhani sagði „þjáningu og sársauka“ alltaf fylgja utanaðkomandi hersveitum og þær ætti ekki að nota í „hernaðarkapphlaupi.“ Bandaríkin eru að senda fleiri hersveitir til Sádi Arabíu eftir að ráðist var á sádi-arabískar olíuframleiðslustöðvar en bæði ríkin kenna Íran um árásina. Rouhani bætti við að Íran myndi kynna friðarsamkomulag fyrir Persaflóasvæðið á næstu dögum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í New York. Spenna á milli Bandaríkjanna og Íran hefur farið vaxandi á árinu eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró ríkið einhliða úr kjarnorkusamningi sem gerður var til að takmarka kjarnorkuvinnslu Íran. Í staðin var viðskiptaþvingunum létt á Íran en Bandaríkin hafa hert þær undanfarna mánuði.Hassan Rouhani ásamt æðstu herforingjum íranska hersins.APÁrás var gerð á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í Abqaiq og Khurais þann 14. september síðastliðinn. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Íran, tóku ábyrgð á árásinni en bæði Bandaríkin og Sádi Arabía segja Íran vera á bak við árásina, sem yfirvöld í Tehran neita harðlega. Rouhani talaði um hersveitirnar utanaðkomandi á fundi sem haldinn var í tilefni af því að 39 ár voru liðin frá því að stríð á milli Íran og Írak hófst, en stríði stóð yfir frá 1980 til 1988 og hófst 22. september 1980. „Utanaðkomandi hersveitir geta valdið vandamálum og óöryggi fyrir fólkið okkar og fyrir svæðið okkar,“ sagði í ræðu sinni, sem var sjónvarpað. Hann sagði að slíkar hersveitir hafi valdið „hamförum“ og sagði þeim að halda sér í burtu. Rouhani sagði að friðarsamkomulagið verði kynnt fyrir Sameinuðu þjóðunum á meðan á Allsherjarþinginu stendur sem hefst á þriðjudag og fer fram í New York þar sem höfuðstöðvar SÞ eru. Hann gaf ekki upp nein smáatriði um samkomulagið en sagði að hægt væri að halda friði á Hormússundi ef löndin þar í kring legðu sitt af mörkum. Þá sagði hann að Íran væri „tilbúið að fyrirgefa gömul mistök“ nágranna sinna. „Á þessum mikilvægu og sögulegu tímum tilkynnum við nágrönnum okkar að við réttum fram bræðralags- og vinarhönd,“ bætti hann við. Húta-uppreisnarmenn hafa einnig tilkynnt vilja til að semja um frið og sögðu þeir að öllum árásum á Sádi-Arabíu yrði hætt ef konungsríkið og bandamenn þeirra gerðu slíkt hið sama. Bandaríkin Írak Íran Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Hassan Rouhani, leiðtogi Íran, varar við því utanaðkomandi hersveitir ógni friði og öryggi á Persaflóa. Þetta sagði hann eftir að yfirvöld Bandaríkjanna tilkynntu að verið væri að senda bandarískar hersveitir á svæðið. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rouhani sagði „þjáningu og sársauka“ alltaf fylgja utanaðkomandi hersveitum og þær ætti ekki að nota í „hernaðarkapphlaupi.“ Bandaríkin eru að senda fleiri hersveitir til Sádi Arabíu eftir að ráðist var á sádi-arabískar olíuframleiðslustöðvar en bæði ríkin kenna Íran um árásina. Rouhani bætti við að Íran myndi kynna friðarsamkomulag fyrir Persaflóasvæðið á næstu dögum á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í New York. Spenna á milli Bandaríkjanna og Íran hefur farið vaxandi á árinu eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró ríkið einhliða úr kjarnorkusamningi sem gerður var til að takmarka kjarnorkuvinnslu Íran. Í staðin var viðskiptaþvingunum létt á Íran en Bandaríkin hafa hert þær undanfarna mánuði.Hassan Rouhani ásamt æðstu herforingjum íranska hersins.APÁrás var gerð á sádi-arabískar olíuvinnslustöðvar í Abqaiq og Khurais þann 14. september síðastliðinn. Jemenskir húta-uppreisnarmenn, sem njóta stuðnings Íran, tóku ábyrgð á árásinni en bæði Bandaríkin og Sádi Arabía segja Íran vera á bak við árásina, sem yfirvöld í Tehran neita harðlega. Rouhani talaði um hersveitirnar utanaðkomandi á fundi sem haldinn var í tilefni af því að 39 ár voru liðin frá því að stríð á milli Íran og Írak hófst, en stríði stóð yfir frá 1980 til 1988 og hófst 22. september 1980. „Utanaðkomandi hersveitir geta valdið vandamálum og óöryggi fyrir fólkið okkar og fyrir svæðið okkar,“ sagði í ræðu sinni, sem var sjónvarpað. Hann sagði að slíkar hersveitir hafi valdið „hamförum“ og sagði þeim að halda sér í burtu. Rouhani sagði að friðarsamkomulagið verði kynnt fyrir Sameinuðu þjóðunum á meðan á Allsherjarþinginu stendur sem hefst á þriðjudag og fer fram í New York þar sem höfuðstöðvar SÞ eru. Hann gaf ekki upp nein smáatriði um samkomulagið en sagði að hægt væri að halda friði á Hormússundi ef löndin þar í kring legðu sitt af mörkum. Þá sagði hann að Íran væri „tilbúið að fyrirgefa gömul mistök“ nágranna sinna. „Á þessum mikilvægu og sögulegu tímum tilkynnum við nágrönnum okkar að við réttum fram bræðralags- og vinarhönd,“ bætti hann við. Húta-uppreisnarmenn hafa einnig tilkynnt vilja til að semja um frið og sögðu þeir að öllum árásum á Sádi-Arabíu yrði hætt ef konungsríkið og bandamenn þeirra gerðu slíkt hið sama.
Bandaríkin Írak Íran Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55 Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Sádar segjast ætla að sanna aðkomu Íran að árásinni Yfirvöld Sádi-Arabíu segjast ætla að opinbera í dag sönnunargögn um að Íranar beri ábyrgð á árás á olíuvinnslustöð, þá stærstu í heimi, þar í landi um helgina. 18. september 2019 08:55
Bandaríkin senda hermenn til Sádi-Arabíu Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að hún hyggist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu eftir að drónaárás var gerð stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. Bandaríkin og Sádar saka stjórnvöld í Íran um að bera ábyrgð á árásinni. 21. september 2019 08:45
Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54
Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00