Íslenski boltinn

Óli Stefán ósáttur með umfjöllun Pepsi Max-markanna og var stuttur í svörum

Árni Jóhannsson skrifar
Óli Stefán Flóventsson er þjálfari Grindavíkur.
Óli Stefán Flóventsson er þjálfari Grindavíkur. vísir/bára
Þjálfari KA var ánægður með sigur sinna manna í Víkinni í dag en var síður ánægður með umfjöllun Pepsi Max markanna eftir seinustu umferð.Hann tilkynnti blaðamanni að svör hans yrðu snubbóttari en oft áður af virðingu við umgjörðina og deildina.Óli vildi meina að ummæli hans eftir síðasta leik KA hefði verið tekið úr samhengi í síðasta þætti af Pepsi Max-mörkunum.Hann var fyrst spurður að fyrstu viðbrögðum eftir frábæran leik sem endaði með 2-3 sigri hans manna.„Bara gríðarlega stoltur og ánægður með strákana“.Hann var þá spurður að því hvort markmiði liðsins væri náð þetta tímabilið en KA menn eru algjörlega sloppnir við falldrauginn.„Nei, við vildum gera betur.“Blaðamaður spurði þá Óla hvort gengi liðsins hafi orðið eins og það er vegna vandræða með varnarlínuna en KA er með tvo 10 marka menn í liðinu í Hallgrími Mar og Elfari Árna.„Ég ætla bara ekkert að tala um það. Ég er bara ánægður með strákana mína og er með flott lið. Ég ætla bara að tjá mig um það. Eins og ég segi þá er ég stoltur af strákunum mínum“.Að lokum var Óli spurður hvort þetta væri besti leikur KA í sumar.„Við höfum átt marga fína leiki.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.