Íslenski boltinn

Jói Kalli: Ekki í orðabókinni uppi á Skaga að það sé lítið undir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson vísir/bára
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ánægður með frammistöðu sína manna í 1-1 jafnteflinu við HK í Pepsi Max deild karla í dag.ÍA jafnaði metin undir lok leiks úr vítaspyrnu og sagði Jóhannes Karl að stigið hefði verið sanngjarnt.„Algjörlega. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur, komumst í góðar stöður og vorum óheppnir að komast ekki í forystu þegar þeir bjarga eiginlega á línu eftir góða sókn hjá okkur upp hægra megin þar sem Viktor komst inn á nærsvæðið.“„Munaði engu að við kæmumst yfir sem hefði alveg verið sanngjarnt. Líka þegar leið á leikinn, eftir að við jöfnuðum vorum við óheppnir að ná ekki sigurmarkinu, svo við áttum að minnsta kosti að fá eitt stig út úr þessu.“Það var greinilegt að Jóhannes var nokkuð sáttur með sína menn. „HK eru mjög erfiðir heim að sækja, skipulagðir og þéttir, en við náðum að gera það sem við vorum að reyna að gera, að geta spilað á milli línanna hjá þeim og komist aftur fyrir þá.“„Það heppnaðist nokkuð vel og ég var virkilega ánægður með strákana, það sem þeir lögðu í leikinn og gáfust ekki upp þó þeir hafi fengið mark í andlitið.“Jóhannes vildi ekki samþykkja það að lítið hafi verið undir í leiknum, en hvorugt lið var í rauninni að berjast um neitt í deildinni, bæði búin að bjarga sér frá falli.„Það er aldrei hægt að segja að það sé lítið undir í fótbolta. Það er ekki til í okkar orðabók uppi á Skaga, hver einasti leikur skiptir gríðarlega miklu máli. Það voru þrjú stig undir og við ætluðum okkur að taka þau.“„Við náðum því ekki svo við erum pínu pirraðir með það, pínu svekktir, en það er líka gott að fá eitt stig hérna.“ 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.