Átta ára stúlka féll fyrir hendi lögreglu í Brasilíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. september 2019 16:52 Ágatha var aðeins átta ára gömul þegar hún lést. AP/Leo Correa Mótmæli brutust út í Rio de Janeiro í Brasilíu eftir að átta ára gömul stúlka lést þegar hún varð fyrir byssukúlu lögreglumanna. Rúmlega tólf hundruð almennir borgarar hafa látið lífið í aðgerðum lögreglu í Rio de Janero það sem af er ári. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ágatha Vitória Sales Félix, átta ára gömul, var með ömmu sinni í sendiferðabíl þegar hún var skotin í bakið í fátækrahverfi á föstudag. Íbúar á svæðinu segja lögreglu hafa verið að eltast við mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu. Lögregla segir hins vegar að hún hafi verið að bregðast við árás 1.249 manns hafa látið lífið í álíka aðgerðum í Ríó frá því í Janúar fram í Ágúst. Ágatha er fimmta barnið til að deyja vegna ofbeldis sem lögreglunni hefur verið kennt um. Gagnrýnendur segja að harðlínu stefnan sem er framfylgt af Wilson Witzel, íhaldssams ríkisstjóra Ríó, sem tók við embætti í janúar, sé ástæða fjölda dauðsfalla í fátækrahverfum borgarinnar.Moradores do Complexo do Alemão estão neste momento realizando uma manifestação na entrada da Grota pela violência na favela e pela morte da Ágatha Félix, de 8 anos. pic.twitter.com/tCzzDNoLxb — Voz das Comunidades (@vozdacomunidade) September 21, 2019 Á laugardag söfnuðust saman tugir einstaklinga í Alemao, einu stærsta fátækrahverfi Ríó, þar sem Ágatha varð fyrir skoti á föstudagskvöld. Hún var færð á sjúkrahús en dó þar. Einhverjir mótmælendur héldu á spjöldum sem á stóð „Líf í fátækrahverfum skipta máli“ og „Hættið að drepa okkur.“ Búið er að skipuleggja mótmæli sem haldin verða á sunnudag. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að lögreglumennirnir hafi svarað tilkynningu um árásir, sem leiddi til þess að til átaka kom á milli lögreglu og glæpamanna. Málið er nú í rannsókn. Fjölskylda Ágöthu mótmælti þessu og sögðu að lögregla hafi verið að miða á mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu og að enginn skotbardagi hafi átt sér stað. „Maður kom á mótorhjóli og lögreglan bað hann um að stoppa. Hann stoppaði ekki og fór, hann bar ekki vopn og lögreglan skaut. Það voru engin átök, bara lögreglan skaut,“ sagði Elías, frændi stúlkunnar.Uppfært 23.9.2019 Orðalagi fréttarinnar um dauða stúlkunnar var breytt. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að stúlkan hefði verið myrt. Brasilía Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Mótmæli brutust út í Rio de Janeiro í Brasilíu eftir að átta ára gömul stúlka lést þegar hún varð fyrir byssukúlu lögreglumanna. Rúmlega tólf hundruð almennir borgarar hafa látið lífið í aðgerðum lögreglu í Rio de Janero það sem af er ári. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ágatha Vitória Sales Félix, átta ára gömul, var með ömmu sinni í sendiferðabíl þegar hún var skotin í bakið í fátækrahverfi á föstudag. Íbúar á svæðinu segja lögreglu hafa verið að eltast við mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu. Lögregla segir hins vegar að hún hafi verið að bregðast við árás 1.249 manns hafa látið lífið í álíka aðgerðum í Ríó frá því í Janúar fram í Ágúst. Ágatha er fimmta barnið til að deyja vegna ofbeldis sem lögreglunni hefur verið kennt um. Gagnrýnendur segja að harðlínu stefnan sem er framfylgt af Wilson Witzel, íhaldssams ríkisstjóra Ríó, sem tók við embætti í janúar, sé ástæða fjölda dauðsfalla í fátækrahverfum borgarinnar.Moradores do Complexo do Alemão estão neste momento realizando uma manifestação na entrada da Grota pela violência na favela e pela morte da Ágatha Félix, de 8 anos. pic.twitter.com/tCzzDNoLxb — Voz das Comunidades (@vozdacomunidade) September 21, 2019 Á laugardag söfnuðust saman tugir einstaklinga í Alemao, einu stærsta fátækrahverfi Ríó, þar sem Ágatha varð fyrir skoti á föstudagskvöld. Hún var færð á sjúkrahús en dó þar. Einhverjir mótmælendur héldu á spjöldum sem á stóð „Líf í fátækrahverfum skipta máli“ og „Hættið að drepa okkur.“ Búið er að skipuleggja mótmæli sem haldin verða á sunnudag. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að lögreglumennirnir hafi svarað tilkynningu um árásir, sem leiddi til þess að til átaka kom á milli lögreglu og glæpamanna. Málið er nú í rannsókn. Fjölskylda Ágöthu mótmælti þessu og sögðu að lögregla hafi verið að miða á mótorhjólamann þegar hún varð fyrir skotinu og að enginn skotbardagi hafi átt sér stað. „Maður kom á mótorhjóli og lögreglan bað hann um að stoppa. Hann stoppaði ekki og fór, hann bar ekki vopn og lögreglan skaut. Það voru engin átök, bara lögreglan skaut,“ sagði Elías, frændi stúlkunnar.Uppfært 23.9.2019 Orðalagi fréttarinnar um dauða stúlkunnar var breytt. Í upphaflegri útgáfu hennar sagði að stúlkan hefði verið myrt.
Brasilía Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira