Skólastofan hrundi í fyrstu kennslustund Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. september 2019 07:44 Frá vettvangi í morgun. Skjáskot Hið minnsta sjö börn eru talin hafa látist eftir að skólabygging í Naíróbí, höfuðborg Kenía, hrundi í morgun. Að sögn breska ríkisútvarpsins voru aðeins örfáar mínutur liðnar af fyrstu kennslustund dagsins þegar viðarbyggingin sem hýsti skólann Precious Talent Top School féll saman. Fregnirnar sem berast þaðan bera með sér að tugir barna gætu verið fastir í rústum byggingarinnar. Unnið er að björgun þeirra og er fjöldi slökkviliðis-, sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmanna á vettvangi þessa stundina. Nú þegar er búið að flytja á sjötta tug barna á sjúkrahús til aðhlynningar. Viðbragðsaðilar eru þó sagðir eiga í vandræðum með að athafna sig vegna þess mikla fjölda fólks sem safnast hefur saman við rústir og skólans og boðið fram aðstoð sína. Moses Wainaina, sem sagður er vera eigandi skólans, lýsir atburðarás morgunsins sem óhappi. Sökin liggi hjá borgaryfirvöldum í Naíróbí sem hafi nýlega ráðist í lagnaframkvæmdir í bakgarði skólans. Það hafi orðið til þess að veikja undirstöður hans, með fyrrnefndum afleiðingum. Foreldrar barna söfnuðust saman við skólann í morgun og óskuðu útskýringa frá ráðamönnum. Þeir segjast áður hafa kvartað undan ástandi skólabyggingarinnar, án þess að nokkuð hafi verið gert. Hér að neðan má sjá myndband sem héraðsmiðillinn Daily Nation hefur tekið saman um slysið. Kenía Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Hið minnsta sjö börn eru talin hafa látist eftir að skólabygging í Naíróbí, höfuðborg Kenía, hrundi í morgun. Að sögn breska ríkisútvarpsins voru aðeins örfáar mínutur liðnar af fyrstu kennslustund dagsins þegar viðarbyggingin sem hýsti skólann Precious Talent Top School féll saman. Fregnirnar sem berast þaðan bera með sér að tugir barna gætu verið fastir í rústum byggingarinnar. Unnið er að björgun þeirra og er fjöldi slökkviliðis-, sjúkraflutninga- og björgunarsveitarmanna á vettvangi þessa stundina. Nú þegar er búið að flytja á sjötta tug barna á sjúkrahús til aðhlynningar. Viðbragðsaðilar eru þó sagðir eiga í vandræðum með að athafna sig vegna þess mikla fjölda fólks sem safnast hefur saman við rústir og skólans og boðið fram aðstoð sína. Moses Wainaina, sem sagður er vera eigandi skólans, lýsir atburðarás morgunsins sem óhappi. Sökin liggi hjá borgaryfirvöldum í Naíróbí sem hafi nýlega ráðist í lagnaframkvæmdir í bakgarði skólans. Það hafi orðið til þess að veikja undirstöður hans, með fyrrnefndum afleiðingum. Foreldrar barna söfnuðust saman við skólann í morgun og óskuðu útskýringa frá ráðamönnum. Þeir segjast áður hafa kvartað undan ástandi skólabyggingarinnar, án þess að nokkuð hafi verið gert. Hér að neðan má sjá myndband sem héraðsmiðillinn Daily Nation hefur tekið saman um slysið.
Kenía Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira