Íslenski boltinn

Pepsi Max-mörkin um Gary Martin: Það hvarflar ekki að honum að tala í kringum hlutina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir fara yfir málin í þættinum í gær.
Félagarnir fara yfir málin í þættinum í gær. vísir/skjáskot
Gary Martin fór á kostum í viðtali eftir 1-1 jafntefli ÍBV gegn Breiðablik í gær en Gary skoraði mark Eyjamanna úr vítaspyrnu.

Englendingurinn er með tólf mörk í fjórtán leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar en hann er einu marki á eftir Stjörnumanninum Hilmari Árna Halldórssyni.

Stjarnan og ÍBV mætast einmitt í lokaumferðinni þar sem barist verður um gullskóinn en Gary er jafn Thomas Mikkelsen sem er einnig með tólf mörk.

„Hann er ekki að fela það í eina sekúndu að hann ætli að verða markakóngur. Það hvarflar ekki að honum að tala í kringum hlutina. Hann er líka búinn segja að hann hafi átt frábært tímabil en geturðu sagt þetta þegar þú ert í neðsta sæti?“ sagði Atli Viðar.

„Það er oft talað um að mörk framherjanna standi undir stigum og ég held að mörk hans hafi skilað ÍBV fjórum stigum og Val einu stigi.“

Máni Pétursson tók svo við orðinu og segir hann að Gary sé einfaldlega ekki til sölu.

„Mínir heimildarmenn í Eyjum segja að Gary Martin sé ekki til sölu. Hann verði ekki seldur og verður með þeim í Pepsi Max-deildinni 2021. Þeir eru búnir að vera hreinsa til og eru búnir að segja meira og minna upp öllum samningum við erlenda leikmenn í liðinu nema Gary Martin.“



Klippa: Pepsi Max-mörkin: Gary Martin og ÍBV



Fleiri fréttir

Sjá meira


×