Enski boltinn

Skelltu upp úr er Leeds vann til háttvísisverðlauna FIFA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fyrirliði og aðstoðarþjálfari Leeds með gripinn.
Fyrirliði og aðstoðarþjálfari Leeds með gripinn. vísir/getty
Það kom mörgum á óvart að Leeds hafi unnið háttvísisverðlaun FIFA á glæsilegri hátíð sem fór fram í Mílan í gær.

Útvarpsþátturinn Monday Night Club fer fram á mánudögum og hann var að sjálfsögðu á dagskrá í gær en þar er farið yfir víðan völl í knattspyrnuheiminum.

Chris Sutton og Mark Chapman fóru þar yfir stöðuna og gestur gærkvöldsins var Micah Richards en hann lék meðal annars með Manchester City og Aston Villa á sínum ferli.

Leeds vann háttvísisverðlaun FIFA í gær en þeir fengu verðlaunin eftir að þeir hleyptu inn jöfnunarmarki gegn Aston Villa í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð.

Í sókninni áður skoraði Leeds er einn leikmaður Aston Villa lá á vellinum en Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, skipaði sínum mönnum að leyfa Aston Villa að skora.

Þeir skelltu upp úr í útvarpinu í gær er það var ljóst að Bielsa og félagar hefðu unnið til verðlaunanna því fyrr á síðustu leiktíð sendi Argentínumaðurinn njósnara sína að horfa á æfingu hjá Derby, sem var næsti mótherji Leeds.

Það olli miklu fjaðrafoki á Englandi og var Bielsa sektaður fyrir athæfið en hann var ansi opinskár er hann ræddi um þetta. Frank Lampard, stjóri Derby á þeim tíma, kallaði njósnirnar siðlausar.

„Þú hlýtur að vera djóka?“ var svar Micah Richards er Mark Chapman sagði frá því að Leeds hafi unnið til verðlaunanna.

Sjón er sögu ríkari en innslagið má sjá hér að neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×