Erlent

Breska þingið kemur aftur til starfa

Atli Ísleifsson skrifar
Boris Johnson segist mjög ósammála niðurstöðu Hæstaréttar Bretlands.
Boris Johnson segist mjög ósammála niðurstöðu Hæstaréttar Bretlands. EPA
Breska þingið kemur aftur til starfa í dag eftir að Hæstiréttur Bretlands komst að þeirri niðurstöðu í gær að þingfrestun Boris Johnson forsætisráðherra hefði verið ólögmæt.

Boris hefur verið á þingi Sameinuðu þjóðanna í New York en mun snúa aftur fyrr en ætlað var og Verkamannaflokkurinn hefur einnig stytt flokksfund sinn sem hófst í vikunni vegna málsins.

Forsætisráðherrann segist allsendis ósammála úrskurði réttarins en segist þó ætla að virða hann, en að mati Hæstaréttar var ómögulegt að komast að þeirri niðurstöðu að nokkur ástæða, hvað þá góð ástæða, hefði legið að baki þingfrestun forsætisráðherrans sem átti að standa í fimm vikur.


Tengdar fréttir

Úrslitastund fyrir þingfrestun Boris

Hæstiréttur Bretlands mun núna klukkan 9:30 að íslenskum tíma fella dóm sinn um hvort þingfrestun Boris Johnson í aðdraganda Brexit hafi verið lögleg eður ei.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×