Bretland

Fréttamynd

Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar

Stjórnvöld á Bretlandseyjum hafa lagt fram frumvarp sem bannar klám sem sýnir kyrkingar og aðrar köfnunaraðferðir. Þá verður stjórnendum klámsíða gert að tryggja að klám af þessu tagi komi ekki fyrir augu breskra notenda síðanna.

Erlent
Fréttamynd

Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni

Varnarmálaráðuneyti Breta vinnur að því að svipta Andrew Mountbatten Windsor síðustu hernaðartign sinni. Andrew, sem var áður þekktur sem Andrés prins, var sviptur prins-titli sínum fyrr í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Níu í lífs­hættu eftir stunguárásina

Tíu manns eru særðir, þar af níu lífshættulega, eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi í gær. Tveir menn sem grunaðir eru um verknaðinn voru handteknir á Huntingdon lestarstöðinni í gær.

Erlent
Fréttamynd

Demó­kratar vilja yfir­heyra Andrew

Fjórir Demókratar í rannsóknarnefnd á vegum bandaríska þingsins sem fer með rannsókn Epstein málsins, vilja fá að yfirheyra Andrew Mountbatten Windsor um tengsl hans við Epstein. Nefndinni er stýrt af Repúblikönum sem hafa ekki gefið upp hvort þeir taki undir kröfuna.

Erlent
Fréttamynd

Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa

Bresk stjórnvöld sviptu konu barnabótum eftir að hún bókaði flug til Osló en fór ekki úr landi. Yfirvöld töldu að þar sem konan hafði ekki „komið aftur“ frá Noregi, væri hún þar með flutt úr landi.

Erlent
Fréttamynd

Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann

Réttað er yfir pólskri konu sem heldur því fram að hún sé Madeleine McCann. Hún var handtekin í febrúar og er ákærð fyrir umsáturseinelti gegn foreldrum McCann. Konan hefur mætt heim til hjónanna og hringt ítrekað í þau í þeirri von að þau trúi að hún sé týnda dóttir þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Bresk frei­gáta í Akur­eyrar­höfn

Freigáta breska flotans, HMS Somerset, er komin til hafnar á Akureyri. Heimsóknin er liður í „yfirstandandi aðgerðum Konunglega breska flotans í Norður-Atlantshafi.

Innlent
Fréttamynd

Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mis­tök

Kynferðisbrotamaður sem sleppt var úr fangelsi í Bretlandi fyrir mistök fyrr í vikunni, var handtekinn í Lundúnum í morgun. Lögreglan í Lundúnum segir að maðurinn hafi fundist vegna ábendinga frá almenningi en málið hefur vakið mikla furðu og reiði á undanförnum dögum.

Erlent
Fréttamynd

Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti

„Í dag er sambandið við sjálfa mig mjög fallegt. Það hefur verið stormasamt og það eru margir sem þekkja þá sögu,“ segir myndlistarkonan Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir sem var að opna sýninguna Í fangi þínu má ég vera þú, má ég vera lítil. Herdís málar stórkostlega falleg ólíumálverk sem minna á gömlu meistarana og hefur alltaf farið eigin leiðir í lífinu.

Lífið
Fréttamynd

Fundu verk­smiðju fyrir ó­lög­leg þyngdarstjórnunarlyf

Yfirvöld í Bretlandi hafa lagt hald á heimsins stærsta farm af ólöglegum þyngdarstjórnarlyfjum. Rúmlega tvö þúsund skammtar fundust í ólöglegri verksmiðju í Northampton en þar fundust einnig tugir þúsunda tómra sprautupenna og reiðufé.

Erlent
Fréttamynd

Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mis­tök

Lögreglan í Bretlandi hóf í dag umfangsmikla leit að kynferðisbrotamanni sem sleppt var úr haldi fyrir mistök. Umfangsmikil mótmæli hafa farið fram í Englandi vegna afbrota mannsins.

Erlent
Fréttamynd

Fangelsaðir vegna í­kveikju fyrir Wagner

Hópur breskra manna hefur verið dæmdur fyrir að kveikja eld í vöruskemmu i Lundúnum fyrir Wagner-málaliðahópinn rússneska. Inn í vöruskemmunni var neyðaraðstoð og Starlink-sendibúnaður sem senda átti til Úkraínu. Þeir ætluðu einnig að ræna rússneskum manni sem hefur verið gagnrýninn á stjórnvöld í Rússlandi og kveikja í veitingastað hans.

Erlent
Fréttamynd

Sýknaður af öllum á­kærum vegna „blóðuga sunnu­dagsins“

Dómstóll í Belfast á Norður-Írlandi sýknaði í dag breskan fyrrverandi fallhlífarhermann af öllum ákærum um morð og tilraun til manndráps á svonefndum blóðuga sunnudegi fyrir rúmri hálfri höld. Stjórnmálamenn hvetja Norðuríra til stillingar eftir niðurstöðuna.

Erlent
Fréttamynd

Vísindin geta læknað krabba­mein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur

Hin breska Paloma Shemirani var aðeins 23 ára þegar hún lést í fyrra úr eitilfrumukrabbameini. Þegar hún greindist voru taldar 80% líkur á að hún næði fullum bata með lyfjameðferð. Móðir hennar sannfærði hana um að hafna lyfjameðferð og „lækna sig“ með ströngu grænmetisfæði, fæðubótarefnum, detox söfum og kaffistólpípum, sem varð til þess að hún lést.

Skoðun
Fréttamynd

Velti fyrir sér „hvaða vit­leysingur væri að skrifa bara eitt­hvað“

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, kveðst engan veginn skilja hvaðan breskir blaðamenn hafi fengið þær upplýsingar að ferðamannabólan á Íslandi væri sprungin og að fjöldi ferðamanna hafi dregist saman um ríflega sex prósent. Tölurnar standist enga skoðun og að hans mati sé um að ræða „furðufrétt.“ Það hafi ekki verið nein bóla til að byrja með, og hvað þá að hún sé sprungin.

Innlent
Fréttamynd

Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp

„Ég vaknaði reglulega upp á nóttunni og fann hreinlega að London væri að kalla á mig. Það var ein skrýtnasta tilfinning sem ég hef upplifað, innsæið mitt var að reyna að segja mér að ég ætti að fara þangað,“ segir tískudrottningin Anna María Björnsdóttir sem nýtur lífsins til hins ítrasta í London.

Lífið
Fréttamynd

Inbetweeners snúa aftur

Höfundar költseríunnar The Inbetweeners hafa staðfest að breski unglingahópurinn muni snúa aftur. Fjórmenningarnir slógu fyrst í gegn í þremur seríum á Channel 4 og fylgdu tvær kvikmyndir í kjölfarið.

Bíó og sjónvarp