Enski boltinn

Handtekinn fyrir kýla hest fyrir utan Fratton Park

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lögregluhestur að störfum.
Lögregluhestur að störfum. vísir/getty
Maður á fimmtugsaldri var handtekinn fyrir að kýla lögregluhest fyrir utan Fratton Park, heimavöll Portsmouth.

Í gærkvöldi mættust Portsmouth og Southampton í 4. umferð enska deildabikarsins. Dýrlingarnir unnu 0-4 sigur.

Grunnt er á því góða milli stuðningsmanna þessara grannliða og upp úr sauð fyrir og eftir leikinn á Fratton Park í gær.

Fimm manns voru handteknir. Einn þeirra, 42 ára karlmaður, er grunaður um dýraníð en hann á að hafa kýlt lögregluhest.

Fyrir sex árum var stuðningsmaður Newcastle United dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að kýla lögregluhest eftir 0-3 tap fyrir Sunderland á St James' Park.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×